Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 28. maí 2023 23:07
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög svekkjandi. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega í leik sem maður er að komast yfir í aftur og aftur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þið komist þrisvar sinnum yfir og missið það alltaf niður, ertu óánægður með eitthvað sérstakt í dag?

„Ég er bara óánægður með það að hafa misst þetta svona oft niður og þeir eru líka hundóánægðir með það strákarnir. Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir að missa dampinn eftir að hafa skorað öll þessi mörk. Ég held að við séum allir óánægðir með það.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan vera í heild sinni?

„Bara dálítið kaflaskipt. Fram og til baka góðir og ekki jafn góðir í fyrri hálfleiknum og það sama í seinni hálfeiknum. Þegar þeir komast yfir í seinni hálfleiknum var þetta orðið dálítið mikið bara eitthvað. En bara jákvæðir punktar eins og neikvæðir.“

Karl Ágúst, fæddur árið 2007, kemur inn á í seinni hálfleik, hvað getur þú sagt okkur um hann?

„Hann kom inn á í fullt af leikjum í fyrra og byrjaði meðal annars nokkra leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Það er gott að geta sett hann inn á.“

Þetta var fyrsti leikurinn ykkar á grasi, fannst þér þetta vera eitthvað öðruvísi í dag en í hinum leikjunum á gervigrasi?

„Nei ég held ekki. Bara öðruvísi, við spilum síðan auðvitað aftur á grasi í vikunni. Mér fannst samt grasið hafa engin áhrif á hvernig leikurinn fór.“

Næsti leikur er útleikur gegn ÍBV, hvernig leggst sá leikur í þig?

„Bara mjög vel. Það er gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum spyrnt okkur aftur af stað.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner