Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 28. maí 2023 23:07
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög svekkjandi. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega í leik sem maður er að komast yfir í aftur og aftur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þið komist þrisvar sinnum yfir og missið það alltaf niður, ertu óánægður með eitthvað sérstakt í dag?

„Ég er bara óánægður með það að hafa misst þetta svona oft niður og þeir eru líka hundóánægðir með það strákarnir. Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir að missa dampinn eftir að hafa skorað öll þessi mörk. Ég held að við séum allir óánægðir með það.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan vera í heild sinni?

„Bara dálítið kaflaskipt. Fram og til baka góðir og ekki jafn góðir í fyrri hálfleiknum og það sama í seinni hálfeiknum. Þegar þeir komast yfir í seinni hálfleiknum var þetta orðið dálítið mikið bara eitthvað. En bara jákvæðir punktar eins og neikvæðir.“

Karl Ágúst, fæddur árið 2007, kemur inn á í seinni hálfleik, hvað getur þú sagt okkur um hann?

„Hann kom inn á í fullt af leikjum í fyrra og byrjaði meðal annars nokkra leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Það er gott að geta sett hann inn á.“

Þetta var fyrsti leikurinn ykkar á grasi, fannst þér þetta vera eitthvað öðruvísi í dag en í hinum leikjunum á gervigrasi?

„Nei ég held ekki. Bara öðruvísi, við spilum síðan auðvitað aftur á grasi í vikunni. Mér fannst samt grasið hafa engin áhrif á hvernig leikurinn fór.“

Næsti leikur er útleikur gegn ÍBV, hvernig leggst sá leikur í þig?

„Bara mjög vel. Það er gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum spyrnt okkur aftur af stað.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner