Brynjar Hlöðversson bar hitann og þungann af baráttuandanum sem skilaði Leiknismönnum fræknum sigri á Víkingi í kvöld.
Þessi var helvíti stór! Ég var dálítið ákafur þarna í byrjun og fékk á mig þessa aukaspyrnu þarna í byrjun sem stangarskotið kom úr. Við ákváðum að mæta hér tilbúnir og mér fannst við flottir.
Þessi var helvíti stór! Ég var dálítið ákafur þarna í byrjun og fékk á mig þessa aukaspyrnu þarna í byrjun sem stangarskotið kom úr. Við ákváðum að mæta hér tilbúnir og mér fannst við flottir.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
Eftir að Víkingar minnkuðu muninn í 2-1 dældu Víkingar boltum inn í teiginn þar sem turnarnir þeirra börðust við Binna og töpuðu flestum þeim návígjum.
Já, þeir dældu boltunum og þeir soguðust inn á okkur sem náðum að skalla ansi marga í burtu, ég er mjög ánægður með liðið í kvöld, sérstaklega þá öftustu, það voru margir boltar sem við urðum að eiga við.
Nokkur töp í röð höfðu fært Leiknismenn nær botnsvæði deildarinnar.
Já, þetta hefur ekki fallið alveg með okkur að undanförnu, gengið illa að skora. við þurfum að fara fá einhvern annan til að skora en Sævar og það kemur í næstu leikjum. Við höfum haldið hausnum uppi, mórallinn góður og æfingarnar góðar, við höldum bara áfram og fáránlega gott að fá heimavöllinn aftur inn.
Nánar er rætt við Brynjar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir