Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 28. júní 2021 22:34
Magnús Þór Jónsson
Binni Hlö: Þessi var helvíti stór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson bar hitann og þungann af baráttuandanum sem skilaði Leiknismönnum fræknum sigri á Víkingi í kvöld.

Þessi var helvíti stór! Ég var dálítið ákafur þarna í byrjun og fékk á mig þessa aukaspyrnu þarna í byrjun sem stangarskotið kom úr. Við ákváðum að mæta hér tilbúnir og mér fannst við flottir.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

Eftir að Víkingar minnkuðu muninn í 2-1 dældu Víkingar boltum inn í teiginn þar sem turnarnir þeirra börðust við Binna og töpuðu flestum þeim návígjum.

Já, þeir dældu boltunum og þeir soguðust inn á okkur sem náðum að skalla ansi marga í burtu, ég er mjög ánægður með liðið í kvöld, sérstaklega þá öftustu, það voru margir boltar sem við urðum að eiga við.

Nokkur töp í röð höfðu fært Leiknismenn nær botnsvæði deildarinnar.

Já, þetta hefur ekki fallið alveg með okkur að undanförnu, gengið illa að skora. við þurfum að fara fá einhvern annan til að skora en Sævar og það kemur í næstu leikjum. Við höfum haldið hausnum uppi, mórallinn góður og æfingarnar góðar, við höldum bara áfram og fáránlega gott að fá heimavöllinn aftur inn.

Nánar er rætt við Brynjar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner