Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 28. júní 2021 22:34
Magnús Þór Jónsson
Binni Hlö: Þessi var helvíti stór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson bar hitann og þungann af baráttuandanum sem skilaði Leiknismönnum fræknum sigri á Víkingi í kvöld.

Þessi var helvíti stór! Ég var dálítið ákafur þarna í byrjun og fékk á mig þessa aukaspyrnu þarna í byrjun sem stangarskotið kom úr. Við ákváðum að mæta hér tilbúnir og mér fannst við flottir.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

Eftir að Víkingar minnkuðu muninn í 2-1 dældu Víkingar boltum inn í teiginn þar sem turnarnir þeirra börðust við Binna og töpuðu flestum þeim návígjum.

Já, þeir dældu boltunum og þeir soguðust inn á okkur sem náðum að skalla ansi marga í burtu, ég er mjög ánægður með liðið í kvöld, sérstaklega þá öftustu, það voru margir boltar sem við urðum að eiga við.

Nokkur töp í röð höfðu fært Leiknismenn nær botnsvæði deildarinnar.

Já, þetta hefur ekki fallið alveg með okkur að undanförnu, gengið illa að skora. við þurfum að fara fá einhvern annan til að skora en Sævar og það kemur í næstu leikjum. Við höfum haldið hausnum uppi, mórallinn góður og æfingarnar góðar, við höldum bara áfram og fáránlega gott að fá heimavöllinn aftur inn.

Nánar er rætt við Brynjar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner