Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   mán 28. júní 2021 22:23
Magnús Þór Jónsson
Siggi: Sævar á skilið að spila erlendis, vonandi bara eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis kom kátur í viðtal eftir að hans lið var það fyrsta sem lagði Víkinga að velli.

Það er mikil gleði í kvöld og ákveðinn léttir að vera kominn aftur á sigurbraut. Ég er bara virkilega stoltur af liðinu eftir þennan leik.

Leiknismenn voru í smá vandræðum fyrstu 15 mínúturnar en að því loknu virtist þeirra leikplan taka leikinn yfir.

Mér fannst við í raun byrja betur en við höfum verið að gera, aukaspyrnan þeirra í stöng eftir eina mínútu kom upp úr miðju og erfitt við því að gera en ég var ánægður með okkar byrjun og við héldum því bara út leikinn.

Það var alveg svaðaleg pressa sem þeir settu á okkur með þessum löngu boltum en mér fannst þeir samt aldrei líklegir til þess að skora, hafsentarnir og liðið í heild gjörsamlega frábært.


Breiðhyltingar hafa tapað síðustu þrem deildarleikjum og ætluðu sér að breyta því.

Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að hætta að koma eftir leiki ánægðir með spilamennskuna en fá engin stig , við vildum tengja saman góða frammistöðu og stig.

Nánar er farið yfir leikinn í kvöld með Sigurði, þ.á.m. stöðu Sævars Atla Magnússonar sem skorar og skorar, sem og mögulegar breytingar á hópi Leiknismann í glugganum.
Athugasemdir
banner