Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis kom kátur í viðtal eftir að hans lið var það fyrsta sem lagði Víkinga að velli.
Það er mikil gleði í kvöld og ákveðinn léttir að vera kominn aftur á sigurbraut. Ég er bara virkilega stoltur af liðinu eftir þennan leik.
Það er mikil gleði í kvöld og ákveðinn léttir að vera kominn aftur á sigurbraut. Ég er bara virkilega stoltur af liðinu eftir þennan leik.
Leiknismenn voru í smá vandræðum fyrstu 15 mínúturnar en að því loknu virtist þeirra leikplan taka leikinn yfir.
Mér fannst við í raun byrja betur en við höfum verið að gera, aukaspyrnan þeirra í stöng eftir eina mínútu kom upp úr miðju og erfitt við því að gera en ég var ánægður með okkar byrjun og við héldum því bara út leikinn.
Það var alveg svaðaleg pressa sem þeir settu á okkur með þessum löngu boltum en mér fannst þeir samt aldrei líklegir til þess að skora, hafsentarnir og liðið í heild gjörsamlega frábært.
Breiðhyltingar hafa tapað síðustu þrem deildarleikjum og ætluðu sér að breyta því.
Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að hætta að koma eftir leiki ánægðir með spilamennskuna en fá engin stig , við vildum tengja saman góða frammistöðu og stig.
Nánar er farið yfir leikinn í kvöld með Sigurði, þ.á.m. stöðu Sævars Atla Magnússonar sem skorar og skorar, sem og mögulegar breytingar á hópi Leiknismann í glugganum.
Athugasemdir