Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Calciomercato segir Jón Dag og Victor Mendez næsta inn hjá Lecce
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski miðillinn Calciomercato segir frá því að næstu tveir leikmenn sem ítalska félagið Lecce kynnir sem nýja leikmann félagsins séu þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Victor Mendez.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur kæmi á frjálsri sölu frá danska félaginu AGF. Jón Dagur hefur talsvert verið orðaður við Lecce í sumar en einnig félög í Þýskalandi, Belgíu, Póllandi og Hollandi ásamt því að hann sagði sjálfur frá áhuga frá Englandi.

Jón Dagur er 23 ára gamall vængmaður sem hefur verið á mála hjá AGF frá árinu 2019.

Sjá einnig:
Lecce telur sig hafa landað Jóni Degi (23. júní)

Victor Mendez er 22 ára varnarsinnaður miðjumaður sem er á mála hjá Union Espanola í heimalandinu Síle. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Síle.

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce. Liðið tryggði sér sæti í Serie A með því að enda í efsta sæti Serie B í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner