Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Böddi og félagar unnu toppliðið - Þriðja jafnteflið hjá Brynjari
Mynd: Trelleborg
Mynd: Guðmundur Svansson

Það fóru þrír leikir fram í sænsku B-deildinni í dag og kom Íslendingur við sögu í einum þeirra.


Það var í merkilegum sigri Trelleborg á útivelli gegn toppliði Halmstad sem er aðeins að tapa sínum öðrum leik á deildartímabilinu.

Þar byrjaði Böðvar Böðvarsson á bekknum og fékk að koma inn á 77. mínútu þegar Trelleborg var 1-0 undir. Eitthvað virtist nærvera Bödda hafa jákvæð áhrif því liðsfélagar hans sneru stöðunni við á lokakaflanum og stóðu uppi sem sigurvegarar, 1-2.

Trelleborg er í sjöunda sæti eftir sigurinn, fimm stigum eftir toppliði Halmstad.

Jonköping gerði þá 2-2 jafntefli við lærisveina Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte. 

Örgryte á enn eftir að vinna leik á tímabilinu en liðið er búið að gera þrjú jafntefli í þremur leikjum undir stjórn Brynjars auk þess að ná 2-2 jafntefli við Häcken í æfingaleik í júní.

Örgryte er á botni deildarinnar með 5 stig eftir 11 umferðir.

Halmstad 1 - 2 Trelleborg
1-0 J. Svedberg ('62)
1-1 H. Hallberg ('86)
1-2 N. Mortensen ('92)

Jonköping 2 - 2 Örgryte
0-1 S. Crona ('42, sjálfsmark)
1-1 M. Fazal ('50)
1-2 A. Zeljkovic ('68)
2-2 M. Moenza ('70)


Athugasemdir
banner