Írakinn Twana Khalid Ahmad mun í dag dæma sinn fyrsta heila leik í Bestu deild karla en hann flautar á leik ÍBV og KA sem verður klukkan 17:00.
Á fyrsta degi júnímánaðar dæmdi hann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni í gær en hann var varadómari á leik Fylkis og KR og dæmdi síðustu 20 mínúturnar eftir að Einar Ingi Jóhannsson dómari fór meiddur af velli.
Twana kom fyrst hingað til lands sem hælisleitandi 2017 en um tíma var hann í flóttamannabúðum í Þýskalandi.
„Það var draumurinn að dæma í efstu deild í Írak og á alþjóðlegum vettvangi. Sökum þess að ég er Kúrdi þá var mér haldið frá alþjóðlegum verkefnum, en ég dæmdi hins vegar í efstu deild í Írak áður en ég fluttist þaðan," sagði Twana í viðtali við Fréttablaðið 2020.
Hann hefur getið sér gott orð fyrir dómgæslu í neðri deildum og hefur verið að klífa upp stigann hjá KSÍ.
Á fyrsta degi júnímánaðar dæmdi hann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni í gær en hann var varadómari á leik Fylkis og KR og dæmdi síðustu 20 mínúturnar eftir að Einar Ingi Jóhannsson dómari fór meiddur af velli.
Twana kom fyrst hingað til lands sem hælisleitandi 2017 en um tíma var hann í flóttamannabúðum í Þýskalandi.
„Það var draumurinn að dæma í efstu deild í Írak og á alþjóðlegum vettvangi. Sökum þess að ég er Kúrdi þá var mér haldið frá alþjóðlegum verkefnum, en ég dæmdi hins vegar í efstu deild í Írak áður en ég fluttist þaðan," sagði Twana í viðtali við Fréttablaðið 2020.
Hann hefur getið sér gott orð fyrir dómgæslu í neðri deildum og hefur verið að klífa upp stigann hjá KSÍ.
Hér má sjá hverjir dæma leiki vikunnar í Bestu deildinni:
miðvikudagur 28. júní
17:00 ÍBV-KA (Twana Khalid Ahmed)
19:15 Fram-HK (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
19:15 KR-Keflavík (Elías Ingi Árnason)
fimmtudagur 29. júní
19:15 Stjarnan-FH (Ívar Orri Kristjánsson)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Pétur Guðmundsson)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir