PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún er í raun ekkert í fótbolta í dag"
Icelandair
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru liðnir meira en átta mánuðir síðan Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðast fótboltaleik og það er langt síðan hún var síðast hluti af landsliðinu.

Svava var nýgengin í raðir besta liðsins í Portúgal, Benfica, á láni frá Gotham í Bandaríkjunum þegar hún fór úr mjaðmalið í fyrra.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í stöðuna á Svövu á fréttamannafundi í dag.

„Svava er að reyna að ná sér af þessum erfiðu meiðslum sem hún lendir í," sagði Þorsteinn.

„Hún er í raun ekkert í fótbolta í dag og er bara að vinna í sínum málum. Það er verið að skoða hver næstu skref eru varðandi hennar endurhæfingu og að ná sér af fullu af þessum meiðslum."

„Spurningin er hvenær hún byrjar að spila fótbolta aftur."

Svava, sem er 28 ára gömul, ræddi aðeins um meiðslin við Morgunblaðið í fyrra. „Núna hef ég í raun­inni verið að læra að ganga upp á nýtt. Þegar maður fer úr mjaðmarlið ger­ist allt mjög hægt," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner