Það er vegleg dagskrá í íslenska boltanum um helgina en spilað er í Bestu deild karla og þá fara undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fram.
Í kvöld eru spilaðir þrír leikir í 12. umferð Bestu deildar karla. HK og KA mætast í Kórnum klukkan 18:00 í kvöld. Tveir leikir hefjast klukkan 19:15 en ÍA tekur á móti Val á Akranesi á meðan Breiðablik heimsækir FH.
Klukkan 19:45 hefst leikur Þór/KA og Breiðabliks í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn fer fram á VÍS-vellinum á Akureyri.
Á morgun fer síðari undanúrslitaleikurinn fram er Valur tekur á móti Þrótti. Leikurinn hefst klukkan 13:00.
Spilað er í neðri deildunum og þá er einn leikur í Bestu deild karla á sunnudag er Víkingur og Fram eigast við á Víkingsvelli. Víkingar eru með fjögurra stiga forystu á toppnum á meðan Fram er í 6. sæti með 16 stig.
Þá er spiluð heil umferð í Lengjudeild karla.
Leikir helgarinnar:
föstudagur 28. júní
Besta-deild karla
18:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Mjólkurbikar kvenna
19:45 Þór/KA-Breiðablik (VÍS völlurinn)
Lengjudeild kvenna
20:00 ÍR-FHL (ÍR-völlur)
2. deild karla
19:15 Kormákur/Hvöt-Völsungur (Sjávarborgarvöllurinn)
19:15 Haukar-Reynir S. (BIRTU völlurinn)
2. deild kvenna
18:00 Fjölnir-KH (Extra völlurinn)
3. deild karla
19:15 KFK-Elliði (Fagrilundur - gervigras)
19:15 Vængir Júpiters-ÍH (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Árbær-Augnablik (Domusnovavöllurinn)
20:00 Hvíti riddarinn-KV (Malbikstöðin að Varmá)
4. deild karla
19:15 Hamar-Ýmir (Grýluvöllur)
19:15 Skallagrímur-Árborg (Skallagrímsvöllur)
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
13:00 Valur-Þróttur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
2. deild karla
14:00 Ægir-KFA (GeoSalmo völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Selfoss (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KFG-Víkingur Ó. (Samsungvöllurinn)
16:00 KF-Þróttur V. (Ólafsfjarðarvöllur)
2. deild kvenna
16:00 Dalvík/Reynir-KR (Dalvíkurvöllur)
16:00 Augnablik-Völsungur (Fífan)
3. deild karla
16:00 Kári-Magni (Akraneshöllin)
4. deild karla
16:00 Tindastóll-KÁ (Sauðárkróksvöllur)
17:00 KH-Kría (Valsvöllur)
19:30 KFS-RB (Týsvöllur)
5. deild karla - A-riðill
14:00 KM-Hafnir (Kórinn - Gervigras)
16:00 Samherjar-Þorlákur (Hrafnagilsvöllur)
5. deild karla - B-riðill
15:00 Hörður Í.-SR (Kerecisvöllurinn)
sunnudagur 30. júní
Besta-deild karla
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Lengjudeild karla
14:00 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn)
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
16:00 Dalvík/Reynir-Leiknir R. (Dalvíkurvöllur)
16:00 ÍR-Þór (ÍR-völlur)
19:15 Þróttur R.-Grindavík (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-Afturelding (Rafholtsvöllurinn)
5. deild karla - B-riðill
16:00 Stokkseyri-Reynir H (Stokkseyrarvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir