PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 28. júní 2024 23:13
Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var helvíti ljúfur þessi sigur," sagði Steinar Þorsteinsson leikmaður ÍA eftir 3 - 2 sigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Við byrjuðum illa og vorum að fá bolta afturfyrir okkur. Svo skora þeir og eftir það fannst mér við bregðast mjög vel við og komast í 2-1."

Það var pirrandi að fá á sig þetta jöfnunamark er það ekki?

„Jú það var lélegt, ég á eftir að sjá þetta betur en mér fannst þetta helvíti slakt hjá okkur."

Svo fékkst þú færið í lokin eftir að Viktor gaf út á þig og skoraðir þetta gull af marki. Hvað varstu að hugsa?

„Ég var ekkert að hugsa, ég ákvað að sveifla löppinni. Ég var nýbúinn að fá krampa og var bara heppinn að ég dreif á markið."

Steinar frumsýndi í dag nýja bleika skó. Eitthvað sem Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ekki heillaður yfir en gaf grænt ljós ef hann fengi svona mark.

„Ég fékk reyndar smá auga frá honum þegar ég mætti á fyrstu æfinguna í bleiku en ég er ánægður með að hafa skorað. Þeir eru flottir maður, hefurðu ekki séð þá, þeir eru geggjaðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner