Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fim 26. júní 2025 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
„Draumaaðstaða fyrir fótboltasamband að hafa"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá keppnisvellinum í Stara Pazova.
Frá keppnisvellinum í Stara Pazova.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini á æfingu í Serbíu.
Steini á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
„Mér líður bara vel í hita. Þetta hefur gengið vel. Auðvitað þurfum við að gera hluti á æfingasvæðinu til að díla við hitann og takast á við hann, en ég held að þetta sé fínn undirbúningur fyrir mótið þar sem það verður ágætlega heitt í Sviss," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Stara Pazova í dag.

Landsliðið er komið saman í æfingabúðum í Serbíu þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik á morgun. Það er síðasti leikur okkar liðs fyrir stóru stundina á EM.

Það voru um 40 gráður í Stara Pazova í dag. Íslenska liðið æfði í morgun þegar það var aðeins mildara veður og svo hélt liðið sig bara innandyra að mestu enda varað við því að vera úti í svona miklum hita. Það er líka ekki mikið um að vera í Stara Pazova, þar sem liðið er.

„Ég er búinn að fara í 40 mínútur út af hótelinu fyrir utan æfingar. Það er ekki meira en það sem ég hef gert hérna síðan á mánudaginn. Maður er ekki mikið að þvælast úti. Það er alveg nóg að vera úti á æfingum. Ég tók einhvern smá göngutúr í gær en annars hef ég bara verið inn á hóteli að vinna."

Það má segja að íslenska liðið sé í ákveðinni búbblu á hótelinu í Serbíu þar sem það er allt á sama stað; æfingavöllurinn, keppnisvöllurinn og hótelið.

„Það er ekkert ferðalag á okkur og það hjálpar mikið. Við röltum af hótelinu og beint út á æfingasvæði. Það er mjög þægilegt. Ég horfi á keppnisvöllinn út úr herberginu mínu. Hann er svona 25 metrum frá herberginu mínu. Þetta er fín búbbla og það hentar okkur vel að vera hér í rólegheitum og vinna vel í okkar málum," segir landsliðsþjálfarinn.

Draumaaðstaða fyrir fótboltasamband
Landsliðsþjálfarinn er mjög hrifinn af aðstöðunni sem serbneska fótboltasambandið hefur byggt upp í Stara Pazova. Eitthvað sem Íslendingar mega taka sér til fyrirmyndar, eins og margt annað í aðstöðumálum.

„Ég held að þetta sé bara draumaaðstaða fyrir fótboltasamband að hafa. Þú ert með aðstöðu fyrir öll landsliðin hérna og það er allt á einu svæði. Hér er allt til alls. Þetta er eins og það á að vera. Þetta er virkilega flott hjá þeim og þægilegt að vera hér. Við höfum notið okkar vel og vonandi skilar það sér í leiknum á morgun."

„Maður segir þetta alltaf held ég (þegar maður fer erlendis) en þessi aðstaða er frábær. Æfingavöllurinn er mjög góður. Þeir reyna reyndar að vökva hann í klukkutíuma og þá verður hann smá blautur, en hann er helvíti fljótur að þorna. Þau eru mjög dugleg að gera allt fyrir okkur hérna og við getum lært af því hvernig aðstaðan ætti að vera fyrir okkur heima á Íslandi. Hún ætti að vera betri fyrir sambandið," segir Steini.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner