Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 26. júní 2025 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
„Draumaaðstaða fyrir fótboltasamband að hafa"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá keppnisvellinum í Stara Pazova.
Frá keppnisvellinum í Stara Pazova.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini á æfingu í Serbíu.
Steini á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
„Mér líður bara vel í hita. Þetta hefur gengið vel. Auðvitað þurfum við að gera hluti á æfingasvæðinu til að díla við hitann og takast á við hann, en ég held að þetta sé fínn undirbúningur fyrir mótið þar sem það verður ágætlega heitt í Sviss," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Stara Pazova í dag.

Landsliðið er komið saman í æfingabúðum í Serbíu þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik á morgun. Það er síðasti leikur okkar liðs fyrir stóru stundina á EM.

Það voru um 40 gráður í Stara Pazova í dag. Íslenska liðið æfði í morgun þegar það var aðeins mildara veður og svo hélt liðið sig bara innandyra að mestu enda varað við því að vera úti í svona miklum hita. Það er líka ekki mikið um að vera í Stara Pazova, þar sem liðið er.

„Ég er búinn að fara í 40 mínútur út af hótelinu fyrir utan æfingar. Það er ekki meira en það sem ég hef gert hérna síðan á mánudaginn. Maður er ekki mikið að þvælast úti. Það er alveg nóg að vera úti á æfingum. Ég tók einhvern smá göngutúr í gær en annars hef ég bara verið inn á hóteli að vinna."

Það má segja að íslenska liðið sé í ákveðinni búbblu á hótelinu í Serbíu þar sem það er allt á sama stað; æfingavöllurinn, keppnisvöllurinn og hótelið.

„Það er ekkert ferðalag á okkur og það hjálpar mikið. Við röltum af hótelinu og beint út á æfingasvæði. Það er mjög þægilegt. Ég horfi á keppnisvöllinn út úr herberginu mínu. Hann er svona 25 metrum frá herberginu mínu. Þetta er fín búbbla og það hentar okkur vel að vera hér í rólegheitum og vinna vel í okkar málum," segir landsliðsþjálfarinn.

Draumaaðstaða fyrir fótboltasamband
Landsliðsþjálfarinn er mjög hrifinn af aðstöðunni sem serbneska fótboltasambandið hefur byggt upp í Stara Pazova. Eitthvað sem Íslendingar mega taka sér til fyrirmyndar, eins og margt annað í aðstöðumálum.

„Ég held að þetta sé bara draumaaðstaða fyrir fótboltasamband að hafa. Þú ert með aðstöðu fyrir öll landsliðin hérna og það er allt á einu svæði. Hér er allt til alls. Þetta er eins og það á að vera. Þetta er virkilega flott hjá þeim og þægilegt að vera hér. Við höfum notið okkar vel og vonandi skilar það sér í leiknum á morgun."

„Maður segir þetta alltaf held ég (þegar maður fer erlendis) en þessi aðstaða er frábær. Æfingavöllurinn er mjög góður. Þeir reyna reyndar að vökva hann í klukkutíuma og þá verður hann smá blautur, en hann er helvíti fljótur að þorna. Þau eru mjög dugleg að gera allt fyrir okkur hérna og við getum lært af því hvernig aðstaðan ætti að vera fyrir okkur heima á Íslandi. Hún ætti að vera betri fyrir sambandið," segir Steini.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner