Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 26. júní 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leipzig og New York Red Bulls í viðræðum um Werner
Mynd: EPA
Red Bull félögin Leipzig og New York eru í viðræðum um Timo Werner leikmann Leipzig samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi.

Werner var á láni hjá Tottenham í 18 mánuði en hann á ekki framtíð fyrir sér hjá Leipzig.

Hann spilaði ekkert undir stjórn Ange Postecoglou, fyrrum stjóra Tottenham, síðustu þrjá mánuðina af síðusta tímabili. Hann spilaði síðast í 1-0 tapi gegn Man City 26 febrúar.

Hann skoraði aðeins eitt mark í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner