Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 26. júní 2025 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Samkomulag gert áður en íslenski hópurinn kom saman
Mikil stemning í hópnum fyrir EM
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Alexandra á æfingu í Serbíu.
Mynd: KSÍ
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Alexandra er á leiðinni á sitt annað stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Íslandi.
Fagnar marki með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru flottar aðstæður," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Íslands, er hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Landsliðið er að æfa hér í bæ fyrir Evrópumótið sem er framundan í Sviss. Á morgun er svo vináttuleikur gegn Serbíu, síðasti leikurinn fyrir mótið.

Það voru 40 gráður í Stara Pazova í dag, mikill hiti. Hvernig gengur að æfa í hitanum?

„Það gengur bara ágætlega. Það er vatnspása á fimm mínútna fresti liggur við. Svo fáum við kælingu frá sjúkraþjálfurunum. Við æfum líka snemma," sagði Alexandra.

„Þetta er örugglega svona níu gráðum heitara en í Sviss. Það verður voða næs að fara yfir í kuldann."

Alexandra segir að stemningin í hópnum sé góð og það þétti hópinn að vera í smá búbblu í Serbíu. Það er ekkert í kringum hótelið og æfingasvæði þeirra nema einhver bílaverkstæði.

„Þetta þéttir hópinn enn meira og við njótum saman," segir Alexandra en hvað er liðið að gera í frítímanum?

„Núna á kvöldin hefur Love Island verið að koma sterkt inn. Við erum nokkrar sem horfum saman. Það var samkomulag um að við myndum ekki byrja að horfa fyrr en við kæmum hingað, erum allar að horfa saman," segir Alexandra.

Rosalega mikill heiður
Það er stutt í Evrópumótið en Alexandra er að fara inn á sitt annað stórmót með landsliðinu. Það er skýrt markmið hjá liðinu að fara upp úr riðlinum.

„Ég er rosa stolt, þetta er rosalega mikill heiður. Það er ekki oft sem einhver kemst á stórmót og hvað þá í annað skiptið. Ég er mjög stolt," segir Alexandra.

Eitthvað sem manni dreymir um þegar maður er lítill?

„Já, alveg 100 prósent. Ég held að allir í hópnum hafi dreymt um að fara á stórmót. Það er svo að gerast. Í fjórða skiptið fyrir sumar," sagði miðjumaðurinn öflugi en það eru tvær í hópnum á leið á sitt fjórða mót: Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir