Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 26. júní 2025 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri byrjar sinn fyrsta leik í níu mánuði
Mynd: EPA
Rodri, miðjumaður Man City, er í byrjunarliðinu sem mætir Juventus í riðlakeppni HM félagsliða í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliðinu síðan hann meiddist illa í september á síðasta ári.

Rodri sleit krossband í leik gegn Arsenal í september í fyrra og hefur verið að koma hægt og rólega til baka undanfarið.

Rodri hefur komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum á HM félagsliða en af bekknum.

Man City og Juventus eru komin áfram í 16-liða úrslitin en berjast í kvöld um toppsætið í G-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner