Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 26. júní 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Frábær endurkoma hjá Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 3 - 1 Keflavík
0-1 Kári Sigfússon ('61 )
1-1 Björn Aron Björnsson ('77 )
2-1 Oumar Diouck ('79 )
3-1 Dominik Radic ('90 , víti)
Lestu um leikinn

Njarðvík er komið á toppinn í Lengjudeildinni í bili að minnsta kosti eftir endurkomusigur gegn Keflavík í kvöld.

Njarðvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Keflavíkurliðið varðist vel.

Keflavík náði forystunni eftir klukkutíma leik þegar Kári Sigufússon skoraði. Hann hefði getað búið til dauðafæri rétt áður en fór illa að ráði sínu, það kom ekki að sök þar sem hann kom liðinu yfir stuttu síðar.

Stefan Ljubicic var nálægt því að bæta við marki fyrir Keflavík en Njarðvíkingar björguðu á síðustu stundu.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka leiksins lagði Oumar Diouck boltann upp fyrir Björn Aron Björnsson sem stýrði boltanum í netið og jafnaði metin.

Aðeins tveimur mínútum síðar var komið að Diouck að setja boltann í netið. Undir lokin fékk Njarðvík síðan vítaspyrnu og Dominik Radic skoraði úr henni og innsiglaði sigur liðsins.

NJarðvík er með eins stigs forystu á toppnum á ÍR sem á leik til góða. Keflavík er í 7. sæti með 12 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner