Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júlí 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Völsungur óstöðvandi - Dramatík í Fjarðabyggðarhöllinni
Völsungur hefur unnið fimm leiki í röð.
Völsungur hefur unnið fimm leiki í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik KF og Leiknis fyrr í sumar.
Úr leik KF og Leiknis fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur er á rosalegu skriði í 2. deild karla. Þeir endurheimtu annað sæti deildarinnar með frábærum endurkomusigri gegn Haukum á heimavelli.

Það er alltaf gríðarlega erfitt að koma á Húsavík, en Haukarnir tóku forystuna þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gísli Þröstur Kristjánsson skoraði eftir hornspyrnu.

Heimamenn voru fljótir að breyta leiknum í seinni hálfleik. Santiago Feuillassier Abalo var algjörlega frábær, eins og hann hefur verið í sumar. Hann jafnaði metin og stuttu síðar lagði hann upp annað markið fyrir Sæþór Olgeirsson, sem er svo gott sem óstöðvandi við markaskorun í þessari deild.

Tómas Leó Ásgeirsson átti fast skot í stöngina undir lokin en Haukar náðu ekki að jafna og lokatölur 2-1 fyrir Völsung sem hefur núna unnið fimm leiki í röð.

Haukar eru bara í miðjumoði og verða að öllum líkindum þriðja tímabilið í röð í 2. deild - næsta sumar.

Í hinum leiknum sem var að klárast, þar enduðu leikar 2-2 er Leiknir Fáskrúðsfirði tók á móti KF.

Heimamenn tóku forystuna tvisvar í Fjarðabyggðarhöllinni og voru þeir nokkrum mínútum frá því að landa sigrinum. Cameron Botes jafnaði hins vegar metin eftir frábæra aukaspyrnu Oumar Diouck á 88. mínútu.

Lokatölur 2-2 og skiptust liðin á jafnan hlut. KF er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Völsungi og Leiknir F. er í tíunda sæti með 14 stig.

Völsungur 2 - 1 Haukar
0-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('35)
1-1 Santiago Feuillassier Abalo ('54)
2-1 Sæþór Olgeirsson ('56)

Leiknir F. 2 - 2 KF
1-0 Stefán Ómar Magnússon ('14)
1-1 Bjarki Baldursson ('39)
2-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('60)
2-2 Cameron Botes ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner