Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 28. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 2. deild: Ekkert vesen á honum
Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
Pushkarov í leik með Leikni árið 2018
Pushkarov í leik með Leikni árið 2018
Mynd: Haukur Gunnarsson

Leikmaður tíundu umferðar í 2. deild - í boði ICE er Miroslav Zhivkov Pushkarov varnarmaður Þróttar Reykjavíkur. Hann stóð vörnina eins og klettur í 2-1 sigri liðsins á Völsungi í byrjun þessa mánaðar.


Sverrir Mar Smárason þáttastjórnandi Ástríðunnar hrósaði honum í hástert fyrir frammistöðuna í leiknum.

„Það rann ekki sviti af honum þessar 90 mínútur af honum sem hann spilaði. Það var ekkert vesen á honum, stoppaði hverja sóknina á fætur annari. Allir löngu boltarnir, hann var alltaf mættur, hann er ekki fljótur og ég myndi ekki segja að hann væri fit," sagði Sverrir Mar.

„Leikskilningur, gæði, hann var alltaf á réttum stað."

„Ég hef bara heyrt góða hluti um þennan gaur, að hann sé algjör topp topp leikmaður í þessari deild og það sannar það með þinni frásögn," sagði Óskar Smári.

Pushkarov hefur skorað eitt mark í fjórtán leikjum í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
Ástríðan - 9. og 10. umferð - Tvöföld yfirferð í báðum deildum
Athugasemdir
banner