Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 16:28
Brynjar Ingi Erluson
Níunda deildarmark Stefáns - Arnór byrjaði sinn fyrsta leik í tvo mánuði
Stefán Ingi er kominn með níu deildarmörk!
Stefán Ingi er kominn með níu deildarmörk!
Mynd: Sandefjord
Arnór byrjaði í góðum sigri Malmö
Arnór byrjaði í góðum sigri Malmö
Mynd: Malmö
Stefán Ingi Sigurðarson er áfram sjóðandi heitur og á skotskónum með norska liðinu Sandefjord sem vann hádramatískan 3-2 sigur á Sarpsborg í úrvalsdeildinni í dag.

Stefán skoraði þrennu í síðasta leik og hélt áfram góðu gengi sínu með því að gera annað mark Sandefjord í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það var hans níunda í deildinni á tímabilinu en aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en hann til þessa.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður hjá Sarpsborg í dag. Sandefjord er í 5. sæti með 27 stig en Sarpsborg með 22 stig í 8. sæti.

Viðar Ari Jónsson kom inn af bekknum á lokamínútunum er Ham/Kam rúllaði yfir Haugesund, 3-0, á útivelli. Ham/Kam er í 14. sæti með 17 stig.

Róbert Frosti Þorkelsson og félagar í GAIS unnu 3-0 sigur á Gísla Eyjólfssyni og hans mönnum í Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Róbert, sem lék sinn fyrsta deildarleik með GAIS í síðustu umferð, var ónotaður varamaður í dag, en Gísli kom inn hjá Halmstad á 55. mínútu.

GAIS er í 5. sæti með 31 stig en Halmstad í 12. sæti með 17 stig.

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gat tekið gleði sína á ný er Malmö vann 3-2 sigur á Brommapojkarna. Hann var að byrja sinn fyrsta leik í tvo mánuði og kom ágætlega frá sínu.

Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir. Malmö er í 3. sæti með 33 stig, sjö stigum frá toppnum.

Stefán Teitur Þórðarson spilaði hálftíma í 2-0 tapi Preston gegn Bolton Wanderers í æfingaleik og þá var Guðlaugur Victor Pálsson með fyrirliðabandið hjá Plymouth sem tapaði fyrir Bristol City, 2-0.
Athugasemdir
banner
banner