Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 28. september 2020 07:00
Aksentije Milisic
Lewandowski á bekknum í fyrsta skiptið í tvö ár
Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, byrjaði á bekknum í stórtapinu gegn Hoffenheim í gær. Það sem er áhugaverðast við það er að þetta er í fyrsta skiptið í tvö ár sem Lewandowski byrjar á bekknum.

Hansi Flick, þjálfari Bayern, byrjaði með hinn unga Joshua Zirkzee í framlínunni en þá voru Leroy Sane, Thomas Muller og Serge Gnabry allir inn á.

Bayern tapaði leiknum 4-1 en þetta var fyrsta tap Bayern í öllum keppnum á árinu 2020.

Þann 25. september árið 2018 var Lewandowski á bekknum í heimaleik gegn Ausburg og hefur hann byrjað alla leiki síðan þá, þegar hann hefur verið heill heilsu.

Lewandowski kom inn á fyrir Zirkzee eftir 57. mínútna leik en það dugði ekki til og óvænt tap Bayern staðreynd.
Athugasemdir
banner