Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 28. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé að íslensk lið - hvort sem það er Valur eða önnur lið - eigi að komast í Meistaradeildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag frá Tékklandi í dag.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér finnst líka allt í lagi fyrir knattspyrnusambandið að reyna að hjálpa svo það sé hægt. Þetta lið - Slavia - fær vikufrí til að spila þennan leik. Þær áttu að spila á sunnudaginn en því var frestað. Á meðan erum við að spila rosalega mikið af leikjum eins og Blikarnir voru að gera."

Valur spilaði leik gegn Aftureldingu síðasta laugardag og var því að spila þrjá leiki á sjö dögum.

„Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Svo fljúgum við heim og náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi á laugardaginn."

„En fyrst og fremst er ég stoltur af þessu liði. Mér fannst við heilt yfir eiga að komast áfram."

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við fengum tækifæri til að gera eitthvað en nýttum þau ekki. Mér fannst við ekki byrja nægilega vel í seinni hálfleik, kannski út af þreytu - ég veit það ekki. Við reyndum og reyndum. Þetta er ágætis lið en ég tel okkur vera betri í báðum þessum leikjum."

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Það stendur hérna 'respect' (virðing) á fána hérna merktum UEFA (knattspyrnusambandi Evrópu). Ef þetta er virðing - að spila á svona velli í úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina - þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras. Það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli."

„Á næsta ári þá stefnum við að því að komast í riðlakeppnina," segir Pétur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan, en Pétur segir liðið naga sig í handarbökin eftir fyrri leikinn þar sem frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Hann segist samt sem áður vera ánægður með tímabilið þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner