Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 28. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé að íslensk lið - hvort sem það er Valur eða önnur lið - eigi að komast í Meistaradeildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag frá Tékklandi í dag.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér finnst líka allt í lagi fyrir knattspyrnusambandið að reyna að hjálpa svo það sé hægt. Þetta lið - Slavia - fær vikufrí til að spila þennan leik. Þær áttu að spila á sunnudaginn en því var frestað. Á meðan erum við að spila rosalega mikið af leikjum eins og Blikarnir voru að gera."

Valur spilaði leik gegn Aftureldingu síðasta laugardag og var því að spila þrjá leiki á sjö dögum.

„Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Svo fljúgum við heim og náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi á laugardaginn."

„En fyrst og fremst er ég stoltur af þessu liði. Mér fannst við heilt yfir eiga að komast áfram."

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við fengum tækifæri til að gera eitthvað en nýttum þau ekki. Mér fannst við ekki byrja nægilega vel í seinni hálfleik, kannski út af þreytu - ég veit það ekki. Við reyndum og reyndum. Þetta er ágætis lið en ég tel okkur vera betri í báðum þessum leikjum."

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Það stendur hérna 'respect' (virðing) á fána hérna merktum UEFA (knattspyrnusambandi Evrópu). Ef þetta er virðing - að spila á svona velli í úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina - þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras. Það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli."

„Á næsta ári þá stefnum við að því að komast í riðlakeppnina," segir Pétur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan, en Pétur segir liðið naga sig í handarbökin eftir fyrri leikinn þar sem frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Hann segist samt sem áður vera ánægður með tímabilið þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner