Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   mið 28. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur gagnrýnir KSÍ og UEFA: Ef þetta er virðing þá er mikið að
Kvenaboltinn
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Pétur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé að íslensk lið - hvort sem það er Valur eða önnur lið - eigi að komast í Meistaradeildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag frá Tékklandi í dag.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér finnst líka allt í lagi fyrir knattspyrnusambandið að reyna að hjálpa svo það sé hægt. Þetta lið - Slavia - fær vikufrí til að spila þennan leik. Þær áttu að spila á sunnudaginn en því var frestað. Á meðan erum við að spila rosalega mikið af leikjum eins og Blikarnir voru að gera."

Valur spilaði leik gegn Aftureldingu síðasta laugardag og var því að spila þrjá leiki á sjö dögum.

„Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Svo fljúgum við heim og náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi á laugardaginn."

„En fyrst og fremst er ég stoltur af þessu liði. Mér fannst við heilt yfir eiga að komast áfram."

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við fengum tækifæri til að gera eitthvað en nýttum þau ekki. Mér fannst við ekki byrja nægilega vel í seinni hálfleik, kannski út af þreytu - ég veit það ekki. Við reyndum og reyndum. Þetta er ágætis lið en ég tel okkur vera betri í báðum þessum leikjum."

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Það stendur hérna 'respect' (virðing) á fána hérna merktum UEFA (knattspyrnusambandi Evrópu). Ef þetta er virðing - að spila á svona velli í úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina - þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras. Það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli."

„Á næsta ári þá stefnum við að því að komast í riðlakeppnina," segir Pétur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan, en Pétur segir liðið naga sig í handarbökin eftir fyrri leikinn þar sem frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sérstök. Hann segist samt sem áður vera ánægður með tímabilið þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner