Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fim 28. september 2023 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enn ein meiðslin hjá Chelsea
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, staðfesti eftir sigurinn gegn Brighton í enska deildabikarnum í gær að Ben Chilwell væri meiddur aftan í læri.

„Við þurfum að skoða það ámorgun, en ég held þetta sé lærið," sagði argentínski stjórinn.

Samkvæmt Daily Mail hefur Chilwell verið að glíma við meiðsli í læri og ágerðust meiðslin í gær. Hann var tekinn af velli þegar skammt var til leiksloka en enginn kom inn á í staðinn þar sem skiptingarnar voru búnar.

Christopher Nkunku, Romeo Lavia, Reece James, Carney Chukwuemeka, Trevoh Chalobah, Benoit Badiashile, Wesley Fofana og Marcus Bettinelli eru einnig að glíma við meiðsli.

Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner