Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   fim 28. september 2023 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur Hákoni til varnar eftir að hann fékk mikla gagnrýni
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur verið gagnrýndur fyrir byrjun sína með franska félaginu Lille á tímabilinu.

Hákon var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir allt að 17 milljónir evra í sumar. Hann var stórkostlegur á undirbúningstímabilinu en hefur átt erfitt uppdráttar eftir að franska úrvalsdeildinni fór af stað.

Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 1-2 tapi gegn Reims á dögunum en Paulo Fonseca, þjálfari Lille, hefur komið Skagamanninum unga til varnar.

„Hákon er ungur maður með mikla hæfileika. Hann þarf tíma að aðlagast okkar deild og okkar leikstíl. En það er enginn vafi á því að hann er með mikla hæfileika," segir Fonseca.

Hákon, sem er tvítugur að aldri, hefur spilað níu keppnisleiki með Lille og er með eina stoðsendingu í þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner