Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 28. september 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Morata sá rautt í sigri Atletico Madrid
Mynd: EPA

Það var mikill hasar þegar Atletico Madrid heimsótti Osasuna í spænsku deildinni í kvöld.


Antoine Griezmann sá til þess að Atletico var með 1-0 forystu í hálfleik.

Fjörið byrjaði í seinni hálfleik en þegar það var tæplega stundarfjórðungur til leiksloka skoraði David Garcia, fyrirliði Osasuna með skalla eftir hornspyrnu en markið var dæmt af þar sem brot hafði átt sér stað í aðdragandanum.

Jagoba Arrasate þjálfari Osasuna var allt annað en sáttur með ákvörðunina og mótmælti dómnum og fékk að líta rauða spjaldið.

Stuttu síðar tvöfaldaði Rodrigo Riquelme forystuna fyrir Atletico Madrid.

Þegar skammt var til leiksloka lentu Alvaro Morata, leikmaður Atletico og Chimy Avila, leikmaður Osasuna saman og uppskáru báðir rautt spjald.

Osasuna 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('20 )
0-2 Rodrigo Riquelme ('81)
Rautt spjald: ,Ezequiel Avila, Osasuna ('85)Alvaro Morata, Atletico Madrid ('85)

Granada CF 1 - 1 Betis
0-1 Assane Diao ('51 )
1-1 Lucas Boye ('67 )

Celta 1 - 1 Alaves
0-1 Rafa Marin ('35 , sjálfsmark)
0-2 Samuel Omorodion ('73 )
Rautt spjald: Luca de la Torre, Celta ('68)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner