Nottingham Forest tapaði gegn Sunderland í gær en Omar Alderete skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Granit Xhaka.
Aukaspyrnudómurinn var umdeildur en Neco Williams, leikmaður Forest, taldi að Trai Hume, leikmaður Sunderland, hafi brotið á Nicolas Dominguez en sá síðarnefndi var dæmdur brotlegur.
Aukaspyrnudómurinn var umdeildur en Neco Williams, leikmaður Forest, taldi að Trai Hume, leikmaður Sunderland, hafi brotið á Nicolas Dominguez en sá síðarnefndi var dæmdur brotlegur.
Þá taldi Williams að það hafi verið brotið á sér inn á teignum sem varð til þess að hann gæti ekki komið í veg fyrir markið.
„Við hefðum átt að verjast aukaspyrnunni betur en á sama tíma hef ég aldrei séð dæmda aukaspyrnu á svona á mínum ferli. Það var snerting svo það var vitlaus. Svo var mér haldið, hann var með báðar hendur utan um mig og það spilaði lykilhlutverk í markinu," sagði Williams.
„Tvær slæmar ákvarðanir sérstaklega hjá dómaranum og svo hjá fólkinu í VAR."
Athugasemdir