Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Maresca í eins leiks bann eftir að hafa misst sig í gleðinni gegn Liverpool
Maresca missti sig í gleðinni.
Maresca missti sig í gleðinni.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur fengið eins leiks hliðarlínubann eftir að hann fékk rauða spjaldið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Maresca missti sig í fagnaðarlátunum þegar hann hljóp út úr boðvangnum eftir sigurmark Estevao Willian á 95. mínútu.

Maresca hafði áður í leiknum fengið gult spjald fyrir mótmæli og fékk því sitt annað gula spjald. Þá hefur hann fengið 8 þúsund pund í sekt.

Maresca verður ekki á hliðarlínunni þegar Chelsea ferðast á City Ground og heimsækir Nottingham Forest á laugardag. Aðstoðarmaður hans Willy Caballero stýrir úr boðvangnum.

Hliðarlínubann virkar þannig að Maresca má ræða við leikmenn sína í klefanum fyrir leik og í hálfleik en fær ekki að vera við varamannabekkina í leiknum.

Þetta er annað leikbann Maresca síðan hann kom í ensku úrvalsdeildina. Hann fékk sitt þriðja gula spjald á tímabilinu í apríl 2025 eftir að fagna sigurmarki Pedro Neto á 93. mínútu gegn Fulham.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner