Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 13:22
Elvar Geir Magnússon
Atvinnulaus eftir tapið í Þórshöfn
Ivan Hasek er hættur sem landsliðsþjálfari Tékklands.
Ivan Hasek er hættur sem landsliðsþjálfari Tékklands.
Mynd: EPA
Tékkland er í þjálfaraleit en landsliðsþjálfarinn Ivan Hasek var rekinn eftir stjórnarfund tékkneska sambandsins í morgun. Hans síðasti leikur í starfi var 2-1 tap gegn Færeyjum í Þórshöfn á sunnudaginn. Hasek tók við tékkneska landsliðinu í janúar 2024.

Auk stjórnarinnar mætti tékkneska goðsögnin Pavel Nedved á umræddan fund en hann er framkvæmdastjóri yfir landsliðsmálum sambandsins.

Leit að nýjum landsliðsþjálfara er farin af stað en nýr þjálfari mun stýra liðinu gegn San Marínó í vináttulandsleik 13. nóvember og svo gegn Gíbraltar í undankeppni HM fjórum dögum síðar.

„Tékkneskur fótbolti hefur aldrei áður upplifað eitthvað eins slæmt," sagði á vefsíðu iDNES eftir tapið í Færeyjum.

„Tap gegn landi með aðeins 55 þúsund íbúa. Þetta er skandall með hástöfum. Þetta minnkar líka möguleikana á að komast á HM 2026." - Í Tékklandi búa um 11 milljónir.


Athugasemdir