Tékkland er í þjálfaraleit en landsliðsþjálfarinn Ivan Hasek var rekinn eftir stjórnarfund tékkneska sambandsins í morgun. Hans síðasti leikur í starfi var 2-1 tap gegn Færeyjum í Þórshöfn á sunnudaginn. Hasek tók við tékkneska landsliðinu í janúar 2024.
Auk stjórnarinnar mætti tékkneska goðsögnin Pavel Nedved á umræddan fund en hann er framkvæmdastjóri yfir landsliðsmálum sambandsins.
Leit að nýjum landsliðsþjálfara er farin af stað en nýr þjálfari mun stýra liðinu gegn San Marínó í vináttulandsleik 13. nóvember og svo gegn Gíbraltar í undankeppni HM fjórum dögum síðar.
„Tékkneskur fótbolti hefur aldrei áður upplifað eitthvað eins slæmt," sagði á vefsíðu iDNES eftir tapið í Færeyjum.
„Tap gegn landi með aðeins 55 þúsund íbúa. Þetta er skandall með hástöfum. Þetta minnkar líka möguleikana á að komast á HM 2026." - Í Tékklandi búa um 11 milljónir.
Auk stjórnarinnar mætti tékkneska goðsögnin Pavel Nedved á umræddan fund en hann er framkvæmdastjóri yfir landsliðsmálum sambandsins.
Leit að nýjum landsliðsþjálfara er farin af stað en nýr þjálfari mun stýra liðinu gegn San Marínó í vináttulandsleik 13. nóvember og svo gegn Gíbraltar í undankeppni HM fjórum dögum síðar.
„Tékkneskur fótbolti hefur aldrei áður upplifað eitthvað eins slæmt," sagði á vefsíðu iDNES eftir tapið í Færeyjum.
„Tap gegn landi með aðeins 55 þúsund íbúa. Þetta er skandall með hástöfum. Þetta minnkar líka möguleikana á að komast á HM 2026." - Í Tékklandi búa um 11 milljónir.
The Executive Committee of the Football Association of the Czech Republic today accepted the proposal of the association's chairman, David Trunda, to dismiss the national team's head coach Ivan Hašek and his assistant Jaroslav Veselý.
— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) October 15, 2025
The chairman of the association did so… pic.twitter.com/IRKe1hSLin
Athugasemdir