Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 17:48
Brynjar Ingi Erluson
De Jong framlengir við Barcelona (Staðfest)
Mynd: Barcelona
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur framlengt samning sinn við Spánarmeistara Barcelona til 2029. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Börsungum í dag.

De Jong hefur verið lykil fígúra hjá Barcelona síðan hann gekk í raðir félagsins frá Ajax árið 2019.

Samningaviðræðurnar drógust á langinn vegna Ali Dursun, fyrrum umboðsmanns Hollendingsins. Dursun meinaði De Jong að skipta um umboðsmann og hægði það á viðræðunum.

Á endanum fékk De Jong sínu framgengt og náði hann loks samkomulagi við Barcelona um samning sem gildi til næstu fjögurra ára.

„Eins og ég hef alltaf sagt þá hefur mig dreymt um að spila með Barcelona frá blautu barnsbeini og núna er ég að lifa þann draum. Ég vil vera hér eins lengi og mögulegt er og vinna marga titla með þessu félagi,“ sagði De Jong.

„Ég hef ekki enn unnið Meistaradeildina með Barcelona og þetta er stórt markmið hjá mér og liðinu. Við viljum líka vinna alla mögulega titla og við munum reyna að ná þeim markmiðum,“ sagði Hollendingurinn.


Athugasemdir
banner
banner