Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfoss hefur rætt við Óla Stefán
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Selfoss hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rætt við Óla Stefán Flóventsson um möguleikann á því að hann verði næsti þjálfari liðsins.

Selfyssingar eru í þjálfaraleit eftir að Bjarni Jóhannsson yfirgaf félagið í haust.

Óli er ekki eina nafnið sem Selfoss er að skoða, en samkvæmt heimildum munu Selfyssingar verður annar fundur með Óla á næstu dögum.

Óli Stefán er 49 ára og er búsettur á Höfn í Hornafirði en góður möguleiki er á því að breyting verði á því nokkuð fljótlega. Hann var síðast þjálfari Sindra tímabilið 2023 og þar á undan var hann með KA og Grindavík. Hann var í hlutverki aðstoðarþjálfara hjá Sindra á liðnu tímabili.

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í haust eftir að hafa unnið 2. deild 2024.
Athugasemdir
banner
banner