Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 15:01
Elvar Geir Magnússon
Gattuso: Flyt langt frá Ítalíu ef við komumst ekki á HM
Gennaro Gattuso, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Gennaro Gattuso, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Mynd: EPA
Gennaro Gattuso landsliðsþjálfari Ítalíu segir að liðið sé á réttri leið undir sinni stjórn en hann muni bara taka við hrósi ef liðið nær að komast á HM.

„Ef ekki þá mun ég flytja langt frá Ítalíu," segir Gattuso.

Í gær tryggði Ítalía sér að minnsta kosti umspilssæti með því að sigra Ísrael 3-0.

„Ég tek við hrósi ef ég næ markmiðinu. Það er draumur að vera í þessu starfi og því fylgir mikil ábyrgð. Við leggjum á okkur mikla vinnu og sofum lítið en gerum þetta til að fá sigurtilfinninguna."

Noregur er á toppi riðilsins og markatala liðsins það góð að það er nánast óvinnandi vegur fyrir Ítalíu að ná efsta sætinu og komast beint á HM.
Athugasemdir
banner