Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Þórðar rak liðsfélaga heim, spilaði 1 á móti 7 og neitaði að hætta - „Ókei, þið töpuðuð, þið gáfust upp"
Óli Þórðar þjálfaði á sínum tíma lið Víkings.
Óli Þórðar þjálfaði á sínum tíma lið Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Kostic.
Luka Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Lúkas Kostic var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í síðustu viku. Hlusta má á þáttinn neðst í fréttinni.

Luka fór þar yfir ferilinn, sagði skemmtilegar sögur og valdi draumalið skipað leikmönnum sem hann spilaði með. Einn leikmannanna sem hann valdi í lið er Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson.

„Oft talar fólk um hversu mikill skaphundur Óli er á vellinum en hann er jafnmikill í klefanum. Sigurviljinn sem hann kom með í Skagaliðið '93 var magnaður. Við vorum að vinna lið sannfærandi en hann var alltaf fyrsti maðurinn til að tala um næsta leik. Menn finna þessa orku, hann elskaði að sigra og hann lyfti okkar liði upp bæði á vellinum og utan hans," sagði Luka.

Vann í götubolta sjö á móti einum
Luka sagði skemmtilega götubolta sögu af Óla þar sem hann lék einn á móti sjö.

„Ég fékk að heyra sögu þegar strákarnir voru að spila sjö á móti sjö. Óli var með boltann og einhver í hans liði gerði mistök. Óli rak hann bara heim. Það var ekkert elsku mamma. Það endar þannig að Óli er einn eftir í sínu liði. Óli gafst ekki upp þrátt fyrir að hafa þurft að sækja boltann oft í netið. Að lokum segja andstæðingar Óla að þeim finnist þetta ekki skemmtilegt og þeir ætli bara heim. Þá segir Óli: 'Ókei, þið töpuðuð, þið gáfust upp'."

„Ég spurði Óla um þetta 20 árum seinna og hann sagði: 'Já, þeir gáfust upp.' Hann meinar það fullkomlega. Svo mikill var sigurvilji hans."


Sjá einnig:
Óli Þórðar beið alla nóttina eftir mönnum sem stálust út - „Átt þú ekki að vera farinn að sofa?"
Óli fékk kaldar kveðjur á Hrauninu - „Það var kominn tími til að þú kæmir hingað helvítis hálfvitinn þinn"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner