Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. október 2022 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex leikmenn sem Klopp missti af
Dusan Tadic, leikmaður Ajax.
Dusan Tadic, leikmaður Ajax.
Mynd: EPA
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Julian Brandt.
Julian Brandt.
Mynd: Getty Images
Alex Teixeira.
Alex Teixeira.
Mynd: Getty Images
„Ég var mjög reiður þegar Tadic fór til Ajax því ég vildi líka fá hann," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir sigur gegn Ajax í Meistaradeildinni fyrr í þessari viku.

Klopp vildi kaupa Tadic til Liverpool áður en hann fór til Ajax árið 2018 en það gekk ekki eftir.

Vegna þess að Klopp sagði þetta þá ákvað breska götublaðið Mirror að taka saman lista yfir sex leikmenn sem Klopp hefur misst af á meðan hann hefur verið stjóri Liverpool.

Dusan Tadic
„Ég elska hann sem leikmann," sagði Klopp enn frekar um Tadic.

Liverpool hafði áhuga á honum sumarið 2017 en það gekk ekki eftir og fór hann svo til Ajax þar sem hann hefur gert góða hluti. Hann skoraði 38 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá hollenska félaginu og hjálpaði því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur hann alls unnið sex titla með Ajax.

Aurelien Tchouameni
Klopp vildi ólmur kaupa franska miðjumanninn frá Mónakó í sumar. Það er ekki skrýtið því Tchouameni er þrátt fyrir ungan aldur búinn að spila 14 A-landsleiki fyrir ógnarsterkt lið Frakklands og verður hann eflaust hluti af HM-hópi þeirra.

Leikmaðurinn efnilegi valdi hins vegar frekar að fara til Real Madrid, sem lagði Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Tchouameni er strax farinn að sýna hvers hann er megnugur í spænsku höfuðborginni.

Nabil Fekir
Sagan um Fekir er orðin nokkuð fræg. Liverpool var við það að kaupa hann frá Lyon sumarið 2018 - nokkrum vikum eftir að hann varð heimsmeistari með Frakklandi.

Hann var myndaður í búningi Liverpool og allt saman virtist klappð og klárt, en sagt er að Liverpool hafi ákveðið að hætta við kaupin eftir að það kom ljós að hann væri að glíma við hnévandamál. Fekir gekk svo í raðir Real Betis ári síðar og þar hefur hann varla misst úr leik vegna meiðsla.

Julian Brandt
Klopp vildi kaupa þýska framherjann frá Bayer Leverkusen sumarið 2017 en talið er að Michael Edwards, sem var þá yfirmaður fótboltamál hjá Liverpool, vildi frekar fá Mohamed Salah frá Roma.

Salah endaði hjá Liverpool og er hann einn besti leikmaður í sögu félagsins. Brandt er góður leikmaður og spilar núna með Borussia Dortmund, en hann kemst ekki nálægt Salah.

Alex Teixeira
Klopp var ráðinn til Liverpool árið 2015 og vildi fá Brasilíumanninn knáa þremur mánuðum síðar. Hann var að eiga frábært tímabil með Shakhtar í Úkraínu þar sem hann hafði skorað 22 mörk í 15 deildarleikjum.

Teixeira hafði áhuga á því að koma til Englands en Liverpool hafði aftur á móti ekki áhuga á því að borga 50 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig sóknarmaðurinn hefði passað inn hjá Liverpool en hann endaði á því að grípa seðilinn og fara til Kína.

Ben Chilwell
Það er erfitt að ímynda sér Chilwell í treyju Liverpool en hann fór næstum því til félagsins árið 2016. Liverpool hafði áhuga á því að kaupa hann eftir að Leicester varð Englandsmeistari. Það var áður en Chilwell braust almennilega fram á sjónarsviðið.

Leicester vildi fá 10 milljónir punda og var Liverpool ekki tilbúið að borga það á þeim tímapunkti.

Hann vann sér svo sæti í aðalliði Leicester og enska landsliðinu. Chilwell var keyptur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda sumarið 2020. En Liverpool sér ekki eftir neinu þar sem félagið keypti Andy Robertson frekar en Chilwell og hefur hann verið magnaður fyrir félagið.

Þó Klopp hafi misst af nokkrum leikmönnum í gegnum tíðina þá er ekki annað hægt að segja en að flestöll leikmannakaupin á tíma hans hjá Liverpool hafi verið gífurlega vel heppnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner