Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd í viðræðum við Sporting varðandi Amorim
Mynd: Getty Images

Manchester United er í viðræðum við Sporting varðandi Ruben Amorim en enska félagið vill að hann taki við af Erik ten Hag sem var rekinn í morgun.


The Athletic hefur heimildir fyrir því að Amorim vilji hefja viðræður við Man Utd. Enska félagið er tilbúið að borga Sporting 10 milljónir evra riftunarákvæði til að geta ráðið Amorim.

Portúgalskir fjölmiðlar hafa þegar spurt Amorim út í orðróminn.

„Ég var viðbúinn að fá þessa spurningu og ég mun augljóslega ekki ræða framtíðina því þá mun ég þurfa að ræða þetta endalaust. Ég er mjög stoltur að vera þjálfari Sporting," sagði Amorim.

Hann var orðaður við Liverpool áður en Arne Slot tók við af Jurgen Klopp. Þá fór hann í viðræður við West Ham en ekkert varð úr því

Ruud van Nistelrooy verður bráðabirgðastjóri Man Utd þangað til framtíðarstjórinn verður ráðinn.


Athugasemdir
banner