Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 28. nóvember 2021 16:20
Aksentije Milisic
Carrick bekkjar Ronaldo: Breytingar í uppleggi og fríska upp á liðið
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er óvænt á varamannabekk gestanna en liðið mætir Chelsea á Stamford Bridge eftir nokkrar mínútur.

Roy Keane, fyrrverandi leikmaður liðsins og sérfræðingur á Sky Sports, furðaði sig á því að Ronaldo væri settur á bekkinn í dag.

„Cristiano Ronaldo kom til Manchester United til þess að spila þessa stærstu leiki," sagði Keane í settinu á Sky Sports.

Michael Carrick, bráðabirgðastjóri liðsins, var spurður út í þessa ákvörðun í viðtali fyrir leik.

„Við erum með breytingar í uppleggi og við ætlum að fríska upp á liðið fyrir þennan erfiða leik í dag."

Athyglisvert svo ekki sé meira sagt en Carrick byrjar með þá Scott McTominay, Fred og Nemanja Matic á miðjunni í dag. Þá er Harry Maguire í banni og Luke Shaw er ennþá meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner