Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. nóvember 2021 12:00
Aksentije Milisic
„Ég var ekki fæddur þegar við unnum Juventus síðast"
Mynd: EPA
Það fór fram athyglisverður leikur í Serie A í gær þegar Juventus og Atalanta mættust.

Juventus hefur verið að spila langt undir væntingum í deildinni á þessari leiktíð en eftir 14 umferðir er liðið í áttunda sæti deildarinnar, ellefu stigum frá toppnum.

Atalanta kom í heimsókn í gær og vann gífurlega mikilvægan útisigur á Juventus. Atlanta er nú í fjórða sætinu, sjö stigum á undan Juventus.

Duvan Zapata, framherjinn stóri og stæðilegi, skoraði smekklegt mark sem skildi liðin að. Juventus reyndi hvað það gat til að jafna leikinn en sóknarlega leit liðið mjög illa út.

„Ég var ekki fæddur þegar við unnum Juventus síðast," skrifaði Martin de Roon á Twitter og birti mynd af fagnaðarlátunum í gær. Það þarf að fara til ársins 1989 til að finna síðasta sigur Atalanta á Juventus.

„Við þurfum að vera raunsæir og þá fer pressan af okkur. Við eigum ekki séns á titlinum og þurfum að gera allt sem við getum til að ná topp fjórum," sagði Max Allegri þungur á brún í gær.


Athugasemdir
banner
banner