Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   mið 29. janúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir fá franskan unglingalandsliðsmann (Staðfest)
Mynd: Wolves
Franski unglingalandsliðsmaðurinn Enzo Loiodice er kominn til Wolves.

Þessi 19 ára leikmaður kemur á láni frá Dijon í heimalandi hans en Úlfarnir eiga möguleika á að kaupa hann alfarið ef hann stendur sig vel.

Loiodice mun fyrst um sinn vera með varaliði Wolves.

Á heimasíðu Wolves er honum lýst sem hröðum miðjumanni með góðan leikskilning.
Athugasemdir
banner