Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. febrúar 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pearson: Megum ekki gleyma okkur í gleðinni
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson var kátur eftir frábæran sigur Watford gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Watford kom sér úr fallsæti með sigrinum og er með 27 stig eftir 28 umferðir.

„Þetta er svo mikilvægur sigur fyrir okkur en þetta er bara einn sigur, við megum ekki gleyma okkur í gleðinni. Ég er stoltur af strákunum eftir þennan leik, við verðskulduðum sigurinn og verðum að reyna að spila svona vel í hverri viku," sagði Pearson.

„Við höfum verið að spila vel en ekki tekist að ná í rétt úrslit. Við erum með virkilega góðan leikmannahóp en erum samt í fallbaráttu, þetta er mjög skrýtin staða. Vonandi hjálpar þessi sigur sjálfstraustinu í hópnum."

Gerard Deulofeu átti mjög góðar 35 mínútur en fór svo meiddur af velli.

„Það var svekkjandi fyrir strákana að sjá hann meiðast. Vonandi eru þetta ekki alvarleg meiðsli."
Athugasemdir
banner
banner
banner