Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greip í hálsinn á Bruno en slapp við rauða spjaldið
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United vann í gær 0-1 sigur gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni. Casemiro skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

En það vakti athygli undir lok leiksins að Felipe, varnarmaður Forest, slapp við rautt spjald eftir að hann greip um háls Bruno Fernandes, fyrirliða Man Utd.

Rifrildi milli þeirra átti sér stað undir lok uppbótartímans en Felipe greip um háls Fernandes.

Daily Mail vekur athygli á því að stuðningsmenn United hafi verið pirraðir á því að sjá ekki rauða spjaldið fara á loft þarna en Casemiro fékk rauða spjaldið í leik gegn Crystal Palace fyrir svipað atvik á síðasta tímabili. Casemiro fór svo í þriggja leikja bann.

VAR, myndbandsdómgæsla, var í notkun í leiknum en í gær en samt sem áður var ekkert gert í málinu.

Hægt er að lesa grein Daily Mail um málið hérna en þar eru tekin upp ummæli stuðningsmanna Man Utd sem eru vægast sagt ósáttir við misræmið í dómgæslunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner