Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 21:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Petit: Rétti tímapunkturinn fyrir Guardiola að hætta
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City frá árinu 2016 með fínum árangri.

Margir velta því nú fyrir sér hvort að tveggja ára bann Manchester City frá Meistaradeildinni verði til þess að Guardiola hætti með liðið.

Emmaneul Petit sem þekkir til Guardiola telur að nú gæti verið rétti tímapunkturinn fyrir hann að segja skilið við Manchester City og taka sér pásu frá fótbolta líkt og hann gerði eftir að hann hætti hjá Barcelona árið 2012.

„Ég held að það sé klárlega möguleiki fyrir hann að segja skilið við City á þessum tímapunkti," sagði Petit.

„Þetta gæti verið rétti tíminn fyrir hann að stíga til hliðar og taka smá pásu frá fótboltanum. Mér finnst ég hafa séð merki um að það undanfarna mánuði að hann sé ekki að njóta þess í botn sem hann er að gera," sagði Emmaneul Petit um Pep Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner