Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Hildur Lilja Ágústsdóttir (HK)
Kvenaboltinn
Hildur Lilja Ágústsdóttir.
Hildur Lilja Ágústsdóttir.
Mynd: Aðsend
Fyndnasti Íslendingurinn.
Fyndnasti Íslendingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur með pabba sínum.
Hildur með pabba sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ómögulegt að ná boltanum af henni.
Það var ómögulegt að ná boltanum af henni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergþóra Sól væri flott í liði fólksins.
Bergþóra Sól væri flott í liði fólksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær boð í stemningsdinner.
Fær boð í stemningsdinner.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sturlaður karakter.
Sturlaður karakter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Lilja er öflugur leikmaður sem kemur til með að spila mikilvægt hlutverk í liði HK í sumar. Hún er uppalin í Breiðabliki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnabliki þar sem hún lék í fjögur sumur. Svo fór hún í KR í eitt sumar og er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil með HK.

Hildur á að baki 15 leiki fyrir yngri landsliði og alls hefur hún leikið 105 KSÍ-leiki og skorað í þeim tíu mörk. Í dag sýnir Hildur Lilja á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hildur Lilja Ágústsdóttir

Gælunafn: Stundum kölluð Hilly

Aldur: 21. árs

Hjúskaparstaða: Pikkföstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var með Augnablik árið 2018, fékk að koma inná í góðar 3mín í 9-1 sigri

Uppáhalds drykkur: Íslenskt vatn beint úr krananum

Uppáhalds matsölustaður: Haninn fær kallið, verður samt að vera kjúklingabringa með grjónum og lemon herb til hliðar

Uppáhalds tölvuleikur: Career mode í Fifa er alltaf öflugt, maður á ekki langt að sækja þjálfara hæfileikana

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, ekkert svoleiðis

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Vampire Diaries

Uppáhalds tónlistarmaður: Bieberinn

Uppáhalds hlaðvarp: Ég hlusta ekki á hlaðvörp

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Það er alltaf .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Ólafur Karl Finsen, hef rosa gaman af honum

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ég labbaði svo þið gætuð hlaupið

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Allar hurðar opnar

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rosa Kafaji var helvíti sterk þegar maður mætti henni á Gothia Cup og svo seinna með u17 og u19, hún spilar með Arsenal og sænska landsliðinu í dag

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það verður seint toppað Gústa Gylfa

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Amanda Andradóttir, það var ómögulegt að ná boltanum af henni

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi í boltanum og mamma í lífinu

Sætasti sigurinn: 3-1 sigur á móti Val í úrslitum Íslandsmótsins í 3. flokki

Mestu vonbrigðin: Þegar að framleiðsla á Svala hætti

Uppáhalds lið í enska: Manchester United, loyal stuðningsmaður through it all

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir væri flott í liði fólksins

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Ragnhildur Sóley á framtíðina fyrir sér

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Það á enginn séns í MVP Smára, Bjart Þór Helgason

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Eva María Smáradóttir fær það shout

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Myndi alltaf segja að geitin væri Cristiano Ronaldo

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Engin framlenging, beint í vító

Uppáhalds staður á Íslandi: Sparkvöllurinn í Hörðuvallaskóla, margar góðar minningar þaðan

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Tók einu sinni innkast í yngri flokkum og kastaði í hausinn á þjálfara andstæðingsins

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég vil meina að flétturnar sem frænka mín gerir í mig fyrir leiki skili sigrum

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Úrslitakeppnin í körfunni er alltaf skemmtileg og svo er það auðvitað pílan um jólin

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom Luna

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var alltaf mjög góð á bókina, skil ekki hvernig lægsta einkunnin var alltaf í íþróttum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég ætlaði mér að sækja bolta úr boltatunnunni í Fífunni en endaði uppá slysó með þrjú spor í andlitinu í staðinn

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Guðmundu Brynju, Brookelynn Entz og Ragnhildi Sóleyju fyrir alvöru stemningsdinner

Bestur/best í klefanum og af hverju: María Lena, sturlaður karakter

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ísabel og Elísa yrðu frábært bombshell dúó í Love Island

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég fékk einu sinni 11 í stærðfræðiprófi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðbjörg Guðmundsdóttir, vissi bara ekki að hún væri svona mikið legend

Hverju laugstu síðast: Ég lýg aldrei

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að labba í gegnum taktík er ekkert rosa skemmtilegt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Jón Gnarr hvað varð eiginlega um ísbjörninn sem hann lofaði

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Veðrið er engin afsökun í sumar, mætið á heimavöll hlýjunnar!
Athugasemdir
banner