Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 30. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 29.apr 2025 23:30 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeild kvenna: 6. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. HK-ingum er spáð sjötta sætinu.

HK er spáð sjötta sæti.
HK er spáð sjötta sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur Rögnvaldsson tók við HK í vetur.
Pétur Rögnvaldsson tók við HK í vetur.
Mynd/HK
Hildur Lilja Ágústsdóttir.
Hildur Lilja Ágústsdóttir.
Mynd/HK
Loma McNeese styrkir sóknarleik HK til muna.
Loma McNeese styrkir sóknarleik HK til muna.
Mynd/HK
Elísa Birta er efnilegur leikmaður.
Elísa Birta er efnilegur leikmaður.
Mynd/HK
Ísabel er spennandi leikmaður.
Ísabel er spennandi leikmaður.
Mynd/HK
Valgerður Lilja Arnarsdóttir er mikilvæg fyrir HK.
Valgerður Lilja Arnarsdóttir er mikilvæg fyrir HK.
Mynd/wHK
Emilía Lind Atladóttir kom frá Fjölni.
Emilía Lind Atladóttir kom frá Fjölni.
Mynd/HK
Hvað gerir HK í sumar?
Hvað gerir HK í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. HK, 84 stig
7. Grindavík/Njarðvík, 66 stig
8. KR, 62 stig
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig

6. HK
Uppgangurinn hefur verið hraður hjá HK á síðustu árum. Þegar samstarfi HK og Víkings lauk, þá fór HK niður í 2. deild. Liðið fór upp úr henni ásamt Grindavík árið 2020, en árið eftir hélt liðið sér uppi á markatölu. HK var þá með -16 í markatölu á meðan Grótta, sem féll var með -18 í markatölu. Síðustu þrjú ár hafa svo verið afar góð fyrir HK en liðið endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar 2022, var svo þremur stigum frá því að komast upp 2023 og fjórum stigum frá því í fyrra. Það voru kannski ákveðin vonbrigði samt sem áður að ná ekki að blanda sér meira í baráttuna um að fara upp í fyrra en niðurstaðan var fjórða sætið.

Þjálfarinn: Pétur Rögnvaldsson tók við stjórnartaumunum hjá HK í vetur eftir að Guðni Þór Einarsson ákvað að hætta með liðið. Guðni hafði stýrt HK í þrjú ár með flottum árangri en núna kemur nýr og ferskur þjálfari í brúnna. Pétur hefur verið í fríi að undanförnu en hann var síðast að þjálfa hjá Gróttu þar sem hann starfaði sem aðstoðarþjálfari kvennaliðsins og síðar sem aðalþjálfari liðsins. Eftir tímabilið 2023 hætti hann með Gróttu og tók sér frí frá þjálfun, en fríinu er núna lokið og hann mættur til starfa í Kórnum. Andri Hjörvar Albertsson verður Pétri til aðstoðar.

Stóra spurningin: Nær HK að taka skrefið upp?
Það er örugglega ekki stefna hjá HK að taka skref niður á við í sumar. Síðustu ár hefur HK-liðið verið að gæla við það að komast upp um deild en það er spurning hvort liðinu takist að taka skrefið fram á við í sumar og fara í alvöru baráttu um að fara upp. Jafnvel komast upp um deild og spila í Bestu deildinni næsta sumar í fyrsta skiptið í frekar langan tíma. Það verður líka mjög áhugavert að sjá hvernig HK dílar við það að missa Brookelyn Paige Entz frá sér en hún var stórkostleg síðustu tvö tímabil.

Lykilmenn: Hildur Lilja Ágústsdóttir og Loma McNeese
Hildur Lilja er á leið inn í sitt þriðja tímabil með HK en hún hefur verið með fyrirliðabandið í vetur og staðið sig vel. Hún hefur tekið góð skre fram á við í HK-búningnum og hefur alla burði til að gera mjög góða hluti í sumar. Loma McNeese er bandarískur framherji sem gekk í raðir HK í vetur og hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu. Hún hefur skorað átta mörk í níu leikjum og verður væntanlega í algjöru lykilhlutverki í sóknarleiknum í sumar. Loma var óstöðvandi í háskólaboltanum og er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu New Mexico State háskólans í Bandaríkjunum.

Gaman að fylgjast með: Ísabel Rós Ragnarsdóttir
Í liði HK eru margar afar efnilegar stelpur sem hafa verið að fá tækifæri í vetur, stelpur sem eru fæddar frá 2006 til 2009. Ísabel er afar efnilegur leikmaður sem hefur verið að fá gott hlutverk í vetur og gæti hún sprungið út í sumar. Hún er hluti af yngri landsliðum Íslands og er mjög spennandi. Elísa Birta Káradóttir er líka mjög spennandi sóknarmaður sem ber að hafa augun á í Lengjudeildinni í sumar.

Komnar:
Anja Ísis Brown frá ÍR
Emilía Lind Atladóttir frá Fjölni
Emma Sól Aradóttir frá Fylki (Var á láni)
Karlotta Björk Andradóttir frá Stjörnunni (Á láni)
Kaylie Erin Bierman frá Bandaríkjunum
Kristjana Ása Þórðardóttir frá Fjölni (Var á láni)
Loma McNeese frá Bandaríkjunum
María Lena Ásgeirsdóttir frá Sindra
Natalie Sarah Wilson frá Bandaríkjunum
Rakel Eva Bjarnadóttir frá FH (Á láni)

Farnar:
Asha Nikole Zuniga
Birna Jóhannsdóttir í Stjörnuna (Var á láni)
Brookelynn Paige Entz í Grindavík
Guðmunda Brynja Óladóttir í Selfoss
Hildur María Jónasdóttir í Fram (Var á láni frá FH)
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir í Tindastól (Var á láni frá Stjörnunni)
Jana Sól Valdimarsdóttir í Stjörnuna
Olga Ingibjörg Einarsdóttir í Fram (Var á láni frá Breiðabliki)
Payton Michelle Woodward til Ástralíu

Held að við getum komið á óvart í sumar
Pétur Rögnvaldsson, þjálfari HK, segir að spáin komi ekki mikið á óvart.

„Spáin kemur okkur ekki á óvart. Við bjuggumst við því að vera spáð um miðja deild, sem er bara besta mál, við erum með mikið breytt lið frá sumrinu 2024. Við erum líklega með eitt yngsta liðið í deildinni sem hefur sína kosti og galla, en ég hef mikla trú á hópnum og held að við getum komið á óvart í sumar miðað við þessa spá," segir Pétur.

Hvernig hefur gengið fyrir þig að koma inn í félagið?

„Það hefur gengið vel. Ég þurfti samt töluverða aðstoð að skilja hvernig hlutirnir virkuðu í jafn stóru félagi og HK til að byrja með, en hér er fullt af góðu fólki sem hjálpaði mér að koma þessu af stað. Í dag er þetta bara byrjað að ganga smurt og ég er mjög ánægður hérna í Kórnum."

„Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega. Frammistaðan hefur að mestu leyti verið góð, góðu leikirnir eru töluvert fleiri en þeir slæmu og ég hef séð leikmenn vaxa og bæta sig. Það voru auðvitað töluverðar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og nýju þjálfarateymi, en ég er ánægður með þann stað sem við erum á taktískt og held að við getum haldið áfram að vaxa langt inní sumarið."

Liðið er töluvert mikið breytt frá síðasta tímabili.

„Já eins og áður kom fram er liðið töluvert mikið breytt. Þetta eru einhverjar 17 stelpur sem voru í stórum hlutverkum í fyrra sem eru horfnar á brott. Við höfum aftur á móti fengið HK-stelpur aftur heim, ásamt því að yngri leikmenn hafa fengið stærri hlutverk en áður ásamt því að uppgangurinn úr yngri flokka starfinu hefur verið góður. Við erum því kominn með hóp sem þjálfarateymið og félagið er ánægt með."

HK ætlar sér að berjast í efri hluta deildarinnar í sumar.

„Það er auðvitað leiðinlegt svar, en ég held að það sé töluvert mörg lið þarna sem eru svipuð að getu og það verði erfitt að segja til um úrslit í einstaka leikjum. Eins og síðustu ár verður auðvitað spenna í efra hlutanum, en ég held að það verði sömuleiðis spenna í neðri hlutanum í sumar. Það er óhætt að segja að okkar markmið og áhugamál eru að vera frekar í baráttunni í efri hlutanum, ég held að það sé skemmtilegra svona heilt yfir."

„HK liðið er ungt og mikið af uppöldum stelpum í stórum hlutverkum sem ég held að HK-ingar eigi eftir að vera stoltir af í sumar. Ég vona að fólk mæti í stúkuna og styðji við bakið á stelpunum og njóti þess að horfa á orkumikið HK lið spila skemmtilegan fótbolta. Sjáumst í hlýjunni, áfram HK," sagði Pétur að lokum.

Fyrstu þrír leikir HK:
3. maí, Grótta - HK (AVIS völlurinn)
8. maí, HK - Haukar (Kórinn)
17. maí, KR - HK (KR-völlur gervigras)
Athugasemdir