Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 29. maí 2020 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Havertz tryggði annan sigur - Kominn með 35 mörk
Freiburg 0 - 1 Bayer Leverkusen
0-1 Kai Havertz ('54)

Freiburg tók á móti Bayer Leverkusen í fyrsta leik 29. umferðar þýsku deildarinnar. Bæði lið eru í sitthvorri baráttunni um Evrópusæti, þar sem Freiburg berst um Evrópudeildina og Leverkusen um Meistaradeildina.

Fyrri hálfleikur var vægast sagt hundleiðinlegur þar sem fimm skot litu dagsins ljós og rataði ekki eitt einasta þeirra á rammann.

Ungstirnið Kai Havertz skoraði snemma í síðari hálfleik eftir frábæran samleik við Leon Bailey. Havertz bætti þannig sitt eigið met sem markahæsta ungstirni í sögu Bundesliga.

Havertz er núna kominn með 35 mörk fyrir 21. afmælisdaginn, sem er 19. júní.

Heimamenn tóku við sér eftir markið og komust nálægt því að jafna en knötturinn rataði ekki í netið.

Gestirnir frá Leverkusen stóðu uppi sem sigurvegarar í afar bragðdaufum leik þar sem einstaklingsgæði Havertz og Bailey gerðu gæfumuninn.

Í heildina rötuðu tvö skot á rammann í öllum leiknum.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner