Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 29. maí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Erfitt fyrir Leverkusen í kvöld
Þýski boltinn er á fullu skriði þessa dagana og eru menn að spila þriðja deildarleikinn á einni viku um helgina.

Fjörið hefst í kvöld þegar Freiburg tekur á móti Bayer Leverkusen í Evrópuslag. Freiburg er að berjast um sæti í Evrópudeild en Leverkusen er fimmtán stigum ofar og að berjast um sæti í Meistaradeild.

Á morgun á Augsburg afar erfiðan útileik gegn Hertha Berlin. Alfreð Finnbogason hefur ekki verið í hópi Augsburg síðustu vikur vegna meiðsla. Hertha styrkti sinn hóp í janúar og er búið að vinna tvo leiki sannfærandi og gera jafntefli við RB Leipzig eftir að deildartímabilið fór aftur í gang.

Schalke á leik við Werder Bremen á meðan Mainz mætir Hoffenheim og Wolfsburg tekur á móti Eintrahct Frankfurt.

Topplið FC Bayern, sem er með sjö stiga forystu, tekur á móti fallbaráttuliði Fortuna Düsseldorf í síðasta leik laugardagsins.

Á sunnudaginn á Borussia Mönchengladbach heimaleik gegn Union Berlin. Paderborn tekur svo á móti Borussia Dortmund en Samúel Kári Friðjónsson er búinn að missa af síðustu leikjum botnliðsins vegna meiðsla.

Síðasti leikur 29. umferðar er á dagskrá á mánudagskvöldið. Köln tekur þar á móti Leipzig.

Viaplay sýnir frá leikjum úr þýska boltanum á Íslandi.

Föstudagur:
18:30 Freiburg - Leverkusen

Laugardagur:
13:30 Hertha Berlin - Augsburg
13:30 Mainz - Hoffenheim
13:30 Schalke - Werder Bremen
13:30 Wolfsburg - Frankfurt
16:30 FC Bayern - Dusseldorf

Sunnudagur:
13:30 Gladbach - Union Berlin
16:00 Paderborn - Dortmund

Mánudagur:
18:30 Köln - Leipzig
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 12 11 1 0 44 9 +35 34
2 RB Leipzig 12 8 2 2 22 13 +9 26
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 12 7 2 3 28 17 +11 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 12 7 1 4 21 17 +4 22
7 Eintracht Frankfurt 12 6 3 3 28 23 +5 21
8 Freiburg 12 4 4 4 19 20 -1 16
9 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
10 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
11 Köln 12 4 3 5 21 20 +1 15
12 Union Berlin 12 4 3 5 15 19 -4 15
13 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
14 Augsburg 12 3 1 8 15 27 -12 10
15 Wolfsburg 12 2 3 7 14 22 -8 9
16 Heidenheim 12 2 2 8 10 27 -17 8
17 St. Pauli 12 2 1 9 10 24 -14 7
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir