Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Aron Freyr: Á tvo leiki þar en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
Hildur Antons: Þetta er búið að vera markmið ótrúlega lengi
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Guðrún: Allir njóta góðs af því að hafa hana inná
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Besti þátturinn - Ída Marín fór á kostum
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
   mán 29. maí 2023 19:02
Daníel Smári Magnússon
Jón Sveinsson: Finnst við eiga aðeins inni
,,Þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum
watermark Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var bara tiltölulega jafn. Mér fannst KA sterkari í fyrri, en við í seinni og sérstaklega eftir að við jöfnum 2-2 þá fannst mér við vera yfir í leiknum og vorum heldur líklegri en KA að bæta við þriðja markinu. En þeir náðu því inn og við náðum því miður ekki að svara því, svo kom eitt þarna í restina sem að skipti kannski ekki svo miklu máli,'' sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í dag, ein fyrir KA og ein fyrir Fram. Hvernig sá hann atvikin?

„Mér fannst það ekki vera víti, KA vítið. Kannski áttu þeir frekar að fá víti örlítið seinna í leiknum, en svo fannst mér okkar maður bara vera kominn fram fyrir og hann (Hrannar) nær ekki að fara í síðuna á honum og fer aðeins aftan í hann. Þannig að ég held að það hafi bara verið í sjálfu sér rétt. Ég skil alveg gremjuna, þetta var ekkert það mikil snerting en samt nóg til að taka hann úr jafnvægi og það er bara brot,'' sagði Jón.

Framarar eru með 8 stig eftir 9 leiki og sitja í 9. sæti deildarinnar. Hvernig metur Jón uppskeruna?

„Auðvitað er það alltaf þannig þegar þú horfir til baka að það eru einhverjir leikir þar sem að þér fannst þú eiga að fá meira úr og svo kannski einhverjir þar sem að þú fékkst eitthvað úr sem að hefði getað verið minna. Það er bara þannig í þessu, þetta er bara hörkudeild og það vinna allir alla. Neinei, við erum ekki sáttir með uppskeruna og finnst við eiga aðeins inni, en við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner