Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
   mán 29. maí 2023 19:02
Daníel Smári Magnússon
Jón Sveinsson: Finnst við eiga aðeins inni
,,Þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var bara tiltölulega jafn. Mér fannst KA sterkari í fyrri, en við í seinni og sérstaklega eftir að við jöfnum 2-2 þá fannst mér við vera yfir í leiknum og vorum heldur líklegri en KA að bæta við þriðja markinu. En þeir náðu því inn og við náðum því miður ekki að svara því, svo kom eitt þarna í restina sem að skipti kannski ekki svo miklu máli,'' sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í dag, ein fyrir KA og ein fyrir Fram. Hvernig sá hann atvikin?

„Mér fannst það ekki vera víti, KA vítið. Kannski áttu þeir frekar að fá víti örlítið seinna í leiknum, en svo fannst mér okkar maður bara vera kominn fram fyrir og hann (Hrannar) nær ekki að fara í síðuna á honum og fer aðeins aftan í hann. Þannig að ég held að það hafi bara verið í sjálfu sér rétt. Ég skil alveg gremjuna, þetta var ekkert það mikil snerting en samt nóg til að taka hann úr jafnvægi og það er bara brot,'' sagði Jón.

Framarar eru með 8 stig eftir 9 leiki og sitja í 9. sæti deildarinnar. Hvernig metur Jón uppskeruna?

„Auðvitað er það alltaf þannig þegar þú horfir til baka að það eru einhverjir leikir þar sem að þér fannst þú eiga að fá meira úr og svo kannski einhverjir þar sem að þú fékkst eitthvað úr sem að hefði getað verið minna. Það er bara þannig í þessu, þetta er bara hörkudeild og það vinna allir alla. Neinei, við erum ekki sáttir með uppskeruna og finnst við eiga aðeins inni, en við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner