Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 29. maí 2023 19:02
Daníel Smári Magnússon
Jón Sveinsson: Finnst við eiga aðeins inni
,,Þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var bara tiltölulega jafn. Mér fannst KA sterkari í fyrri, en við í seinni og sérstaklega eftir að við jöfnum 2-2 þá fannst mér við vera yfir í leiknum og vorum heldur líklegri en KA að bæta við þriðja markinu. En þeir náðu því inn og við náðum því miður ekki að svara því, svo kom eitt þarna í restina sem að skipti kannski ekki svo miklu máli,'' sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í dag, ein fyrir KA og ein fyrir Fram. Hvernig sá hann atvikin?

„Mér fannst það ekki vera víti, KA vítið. Kannski áttu þeir frekar að fá víti örlítið seinna í leiknum, en svo fannst mér okkar maður bara vera kominn fram fyrir og hann (Hrannar) nær ekki að fara í síðuna á honum og fer aðeins aftan í hann. Þannig að ég held að það hafi bara verið í sjálfu sér rétt. Ég skil alveg gremjuna, þetta var ekkert það mikil snerting en samt nóg til að taka hann úr jafnvægi og það er bara brot,'' sagði Jón.

Framarar eru með 8 stig eftir 9 leiki og sitja í 9. sæti deildarinnar. Hvernig metur Jón uppskeruna?

„Auðvitað er það alltaf þannig þegar þú horfir til baka að það eru einhverjir leikir þar sem að þér fannst þú eiga að fá meira úr og svo kannski einhverjir þar sem að þú fékkst eitthvað úr sem að hefði getað verið minna. Það er bara þannig í þessu, þetta er bara hörkudeild og það vinna allir alla. Neinei, við erum ekki sáttir með uppskeruna og finnst við eiga aðeins inni, en við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner