Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 29. maí 2023 19:02
Daníel Smári Magnússon
Jón Sveinsson: Finnst við eiga aðeins inni
,,Þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var bara tiltölulega jafn. Mér fannst KA sterkari í fyrri, en við í seinni og sérstaklega eftir að við jöfnum 2-2 þá fannst mér við vera yfir í leiknum og vorum heldur líklegri en KA að bæta við þriðja markinu. En þeir náðu því inn og við náðum því miður ekki að svara því, svo kom eitt þarna í restina sem að skipti kannski ekki svo miklu máli,'' sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í dag, ein fyrir KA og ein fyrir Fram. Hvernig sá hann atvikin?

„Mér fannst það ekki vera víti, KA vítið. Kannski áttu þeir frekar að fá víti örlítið seinna í leiknum, en svo fannst mér okkar maður bara vera kominn fram fyrir og hann (Hrannar) nær ekki að fara í síðuna á honum og fer aðeins aftan í hann. Þannig að ég held að það hafi bara verið í sjálfu sér rétt. Ég skil alveg gremjuna, þetta var ekkert það mikil snerting en samt nóg til að taka hann úr jafnvægi og það er bara brot,'' sagði Jón.

Framarar eru með 8 stig eftir 9 leiki og sitja í 9. sæti deildarinnar. Hvernig metur Jón uppskeruna?

„Auðvitað er það alltaf þannig þegar þú horfir til baka að það eru einhverjir leikir þar sem að þér fannst þú eiga að fá meira úr og svo kannski einhverjir þar sem að þú fékkst eitthvað úr sem að hefði getað verið minna. Það er bara þannig í þessu, þetta er bara hörkudeild og það vinna allir alla. Neinei, við erum ekki sáttir með uppskeruna og finnst við eiga aðeins inni, en við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner