Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2022 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Einkunnagjöf Íslands: Fylgdu með Gunnhildi í seinni
Icelandair
Fagnað með Gunnhildi eftir annað markið. Hún lá í jörðinni eftir að hafa fengið högg í aðdragandanum.
Fagnað með Gunnhildi eftir annað markið. Hún lá í jörðinni eftir að hafa fengið högg í aðdragandanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk spilaði 90 mínútur.
Sara Björk spilaði 90 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki Öglu Maríu fagnað.
Marki Öglu Maríu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane á ferðinni.
Sveindís Jane á ferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið sýndi mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Póllandi í vináttulandsleik í dag. Þetta var eini undirbúningsleikur liðsins fyrir EM í næsta mánuði.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

Sandra Sigurðardóttir - 6
Var ekki mikið að gera hjá henni. Hefði mögulega átt að gera betur í markinu, en það er kannski strangt í ljósi þess að skotið var af stuttu færi.

Sif Atladóttir - 5
Missti af manninum sínum í markinu sem Sviss skoraði. Kom lítið út úr Sif sóknarlega.

Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Lét teyma sig aðeins út úr stöðu í markinu og tapaði svo baráttunni, en hún náði einu sinni að koma í veg fyrir mögulegt mark þegar hún henti sér fyrir skot út mjög hættulegu færi. Verður að vera öflug á Evrópumótinu.

Guðrún Arnardóttir - 7
Guðrún var virkilega góð í hjarta varnarinnar líkt og hún hefur verið í undanförnum leikjum með landsliðinu.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 5
Átti svolítið erfitt uppdráttar. Missti Ewu Pajor einu sinni alltof auðveldlega fram hjá sér og missti svo af henni þegar hún skoraði markið. Var að reyna sóknarlega en það kom lítið út úr því.

Dagný Brynjarsdóttir - 6
Var að spila djúp á miðjunni og leysti þá stöðu nokkuð vel. Hún verndaði vörninni með ágætum. Þurfum að fá meira frá henni í föstum leikatriðum.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 7
Smávegis ryð í hennar leik - skiljanlega - en það var kraftur í henni. Frábært að hún hafi náð að spila 90 mínútur í þessum leik. Lagði upp annað markið og á þátt í þriðja markinu með pressu sinni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 8
Okkar besti leikmaður í þessum leik. Sýndi mestan kraft í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fylgdu leikmenn íslenska liðsins að hennar fordæmi. Á fyrsta mark Íslands skuldlaust og það setti tóninn að því sem varð svo.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 7
Virkaði pirruð í fyrri hálfleik og var ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar, en kom sterkari inn í seinni hálfleik og skoraði glæsilegt mark; keyrði á manninn og hamraði boltanum í netið. Þurfum þá Sveindísi á EM, sem spilaði í seinni hálfleiknum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5
Virkaði týnd og komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var að koma djúpt af vinstri kantinum til að fá boltann, en það kom ekki mikið úr því. Ákveðinn fórnarkostnaður að hún sé færð af miðjunni og út vinstra megin, en hún hefur verið stórkostleg á miðsvæðinu í undanförnum leikjum. Getur leyst það að spila vinstra megin en það er ekki hennar besta staða. Hún tekur allar hornspyrnur og aukaspyrnur, en það kom ekki mikið út úr þeim.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 7
Fann ekki mikinn takt framan af og var svolítið einangruð upp á topp, en náði svo að tengja betur við liðsfélagana og skoraði gott mark.

Varamenn:

Ingibjörg Sigurðardóttir 7 ('64)
Fannst hún koma virkilega sterk inn. Gerði mjög vel með því að stoppa hættulega skyndisókn.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 6 ('64)
Átti flottan sprett upp völlinn sem skilaði hornspyrnu en annars kom ekki mjög mikið frá henni. Frábært að sjá hana aftur í landsliðsbúningnum.

Svava Rós Guðmundsdóttir 7 ('64)
Virkilega góð pressa í þriðja markinu og var hættuleg í sínum aðgerðum.

Agla María Albertsdóttir 7 ('75)
Sýndi úr hverju hún er gerð með því að skora stórglæsilegt mark.

Elísa Viðarsdóttir 6 ('75)
Fín innkoma og gerði vel á þeim stutta tíma sem hún fékk.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner