Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert elskar að skora í bikarnum - Viðar Örn kom við sögu í tapi gegn Bodö/Glimt
Hólmbert Aron sendi gömlu liðsfélagana heim
Hólmbert Aron sendi gömlu liðsfélagana heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson gerði fimmta mark sitt í norska bikarnum er hann tryggði Lilleström 1-0 sigur á Álasundi í 32-liða úrslitum keppninnar í dag.

Hólmbert hefur farið á kostum með Lilleström í bikarnum en hann var með fjögur mörk í keppninni fyrir þennan leik.

Hann gerði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum í Álasundi í dag með marki undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti í hornið af fimmtán metra færi.

Þetta var fimmta mark hans í keppninni og reyndist það sigurmarkið og er því Lilleström komið áfram í 16-liða úrslit. Hólmbert fór af velli á 68. mínútu leiksins.

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Start sem vann Moss 3-0 en Bjarni fór af velli á 68. mínútu. Hann er fastamaður í liði Start sem er fylgir Lilleström í 16-liða úrslitin.

Viðar Örn Kjartansson snéri aftur á völlinn með Vålerenga í 1-0 tapi gegn Bodö/Glimt. Viðar hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli í síðustu leikjum en kom inná á 67. mínútu í dag. Hann er sagður á förum frá Vålerenga.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Bodö/Glimt en Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á bekknum hjá Vålerenga.
Athugasemdir
banner
banner
banner