Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hvers vegna vill Arteta kaupa Martinez?
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Arsenal og Manchester United eru að berjast um Lisandro Martinez, varnarmann Ajax sem kostar minnst 40 milljónir evra í sumar.


Ajax hafnaði 30 milljón evra tilboði frá Arsenal á dögunum og ætlar félagið að leggja fram endurbætt tilboð. Man Utd er upptekið við að beina spjótum sínum að Tyrell Malacia þessa stundina, Rauðu djöflarnir eru að stela honum undan nefinu á Lyon.

Hinn 24 ára gamli Martinez er svona eftirsóttur vegna ýmissa þátta. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er gríðarlega hrifinn af honum þar sem hann vill alltaf spila boltanum úr vörninni og var Martinez einmitt bestur allra í hollensku deildinni í því. Hann var bæði með flestar heppnaðar sendingar og hæsta hlutfallið af heppnuðum sendingum á síðustu leiktíð.

Auk þess var Martinez efstur meðal varnarmanna í heppnuðum stungusendingum og þá átti hann að meðaltali 13,4 heppnaðar sendingar frá eigin vallarhelmingi yfir miðju á leik. Aðeins fimm leikmenn í sjö bestu deildum Evrópu áttu fleiri svoleiðis sendingar - Trent Alexander-Arnold og Thiago Alcantara eru þar á meðal.

Í Hollandi er Martinez kallaður 'slátrarinn í Amsterdam' þar sem hann er ótrúlega öflugur í einvígum þrátt fyrir að vera aðeins 1,75m á hæð. Í hollenska boltanum vann hann 70% af skallaeinvígum þrátt fyrir hæð sína og þá var hann sá miðvörður sem leyfði andstæðingum sínum að taka fæst skot innan vítateigs.

Martinez mun berjast við Gabriel um byrjunarliðssæti vinstra megin í vörninni en hann getur einnig spilað sem varnartengiliður og vinstri bakvörður. Hann gæti því leyst Granit Xhaka og Kieran Tierney af hólmi þegar þess þarf.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner