Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. júlí 2021 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hilmar Þór í KFG og tveir í Ægi (Staðfest)
Hilmar Þór í leik með Kórdrengjum í fyrra.
Hilmar Þór í leik með Kórdrengjum í fyrra.
Mynd: Hulda Margrét
Tvö félög í toppbaráttunni í 3. deild karla hafa styrkt sig á þessum gluggadegi.

Hilmar Þór Hilmarsson og Lars Óli Jessen, tveir leikmenn sem spiluðu síðast fyrir Kórdrengi, hafa fengið félagaskipti yfir í KFG í Garðabæ og Ægi í Þorlákshöfn.

Hilmar er hávaxinn varnarmaður sem spilaði tíu leiki með Kórdrengjum í 2. deild í fyrra. Hann hefur ekkert spilað í sumar en hefur núna fengið félagaskipti yfir í KFG.

Lars Óli er miðjumaður sem er fæddur árið 1990. Hann hefur lengst af leikið með Magna á sínum ferli en hefur einnig spilað með Dalvík/Reyni og Þór á sínum ferli. Lars Óli lék fjóra leiki með Kórdrengjum í fyrra; hann fær núna félagaskipti yfir í Ægi.

Ægir var líka að fá Tómas Helgi Ágústsson Hafberg frá Þrótti Vogum. Hann er fæddur 2000 og hefur komið við sögu í einum leik í 2. deildinni í sumar.

Bæði KFG og Ægir eru í baráttunni um að komast upp úr 3. deild. KFG er í öðru sæti með 25 stig og Ægir í fjórða sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner