Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 29. júlí 2021 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Magnaðir Blikar áfram eftir sigur á Austria Vín
Blikar fara áfram í næstu umferð. Árni Vill og Kiddi Steindórs skoruðu báðir fyrir Blika
Blikar fara áfram í næstu umferð. Árni Vill og Kiddi Steindórs skoruðu báðir fyrir Blika
Mynd: Getty Images
Breiðablik 2 - 1 Austria Wien (3-2, samanlagt)
1-0 Kristinn Steindórsson ('6 )
2-0 Árni Vilhjálmsson ('24 )
2-1 Dominik Fitz ('68 )

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Austria Vín

Breiðablik er komið áfram í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir magnaðan 2-1 sigur á austurríska liðinu Austria Wien á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð.

Kristinn Steindórsson skoraði strax á 6. mínútu. Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf frá hægri inn í teiginn, Kristinn tók við boltanum og lagði hann á snyrtilegan hátt í markið. Draumabyrjun.

Fjórum mínútum síðar átti Damir Muminovic skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu.

Blikar bættu í og skoruðu annað mark á 24. mínútu. Að þessu sinni var það Árni Vilhjálmsson eftir frábæra sókn. Gísli Eyjólfsson átti góða sendingu fram völlinn á Kristin og hann lagði boltann fyrir markið, þar sem Árni var mættur til að afgreiða þetta í netið.

Dominik Fitz minnkaði muninn fyrir Austria Wien á 68. mínútu sem skoraði með föstu skoti eftir mistök frá Viktori Erni Margeirssyni.

Þau mistök urðu ekki dýrkeypt. Blikar náðu að sigla þessu heim og eru komnir áfram í næstu umferð. Þeir fara samanlagt áfram 3-2 og mæta Aberdeen frá Skotlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner