Federico Chiesa er nýr leikmaður Liverpool, félagið tilkynnti félagaskipti hans í dag.
Liverpool kaupir hann af Juventus. Sky Sports segir að Liverpool greiði Juventus 10 milljónir punda og verðmiðinn hækki um 2,5 milljónir punda ef Liverpool nær að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Chiesa innanborðs.
Liverpool kaupir hann af Juventus. Sky Sports segir að Liverpool greiði Juventus 10 milljónir punda og verðmiðinn hækki um 2,5 milljónir punda ef Liverpool nær að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Chiesa innanborðs.
Ítalski kantmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning á Anfield. Hann er annar leikmaðurinn sem félagið kaupir í sumar. Áður hafði markvörðurinn Giorgi Mamardashvili skrifað undir en hann verður hjá Valencia út þetta tímabil.
„Þetta er druamur að verða að veruleika. Þegar ég heyri orðið Liverpool þá hugsa ég um titla, sigra og stór Meistaradeildarkvöld á Anfield. Ég get ekki beðið eftir að heyra sönginn á Anfield, alla 60 þúsund stuðningsmennina syngja You'll Never Alone. Ég mun gera allt fyrir treyjuna og fyrir stuðingsmennina. Forza Liverpool," segir Chiesa í kynningarmyndbandi Liverpool.
Chiesa er 26 ára landsliðsmaður sem þótti einn mest spennandi leikmaður Serie A fyrir tveimur árum síðan. Hann meiddist illa í janúar 2022 og hefur eftir meiðslin ekki náð að sýna jafn góða frammistöðu og hann gerði fyrir þau. Chiesa fær treyju númer 14 hjá Liverpool. Það er treyjan sem hann hefur verið í með ítalska landsliðinu. Jordan Henderson var síðast í treyju númer 14.
#BenvenutoFederico ???????????? pic.twitter.com/WTT15qBCPV
— Liverpool FC (@LFC) August 29, 2024
Athugasemdir