Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 29. ágúst 2024 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle að gefast upp á Palace
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bendir flest til þess að Newcastle takist ekki að krækja í enska landsliðsmiðvörðinn Marc Guehi í þessum glugga. Newcastle hefur reynt og reynt en Crystal Palace hefur ekki gefið tommu eftir.

Newcastle hefur boðið 65 milljónir punda og fimm milljónir punda í árangurstengdum greiðslum, en þrátt fyrir að það sé sú upphæð sem Palace vildi fá til að byrja með þá hefur tilboðið ekki verið samþykkt.

Glugginn lokar á morgun og Newcastle gæti reynt að hækka tilboðið örlítið til viðbótar, en það er alls ekki víst hvort að það verði gert. Menn þar eru orðnir nokkuð svartsýnir á að ná að landa Guehi sem hefur verið aðalskotmark Newcastle í sumar.

Guehi er 24 ára og tvö ár eftir af samningi sínum við Palace. Hann lék stórt hlutverk í enska landsliðinu í sumar og tók við fyrirliðabandinu hjá Palace í sumar.

Palace seldi Joachim Andersen til Fulham á dögunum en hann og Guehi mynduðu mjög svo öflugt miðvarðapar. Palace er að kaupa Maxence Lacroix til að styrkja varnarlínuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner