Landslið Bosníu og Hersegóvínu, sem er með Íslandi í riðli í undankeppni EM, hefur ráðið Savo Milosevic sem landsliðsþjálfara.
Bosníumenn eru vanir örum þjálfaraskiptum og Meho Kodro var rekinn eftir að Bosnía tapaði gegn Íslandi fyrr á þessu ári.
Bosníumenn eru vanir örum þjálfaraskiptum og Meho Kodro var rekinn eftir að Bosnía tapaði gegn Íslandi fyrr á þessu ári.
Hann var aðeins rúman mánuð í starfi. Faruk Hadzibegic, sem var við stjórnvölinn þegar Bosnía vann Ísland 3-0 í upphafi undankeppninnar, var rekinn úr starfi í júní
Það gustar mikið um fótboltasamband Bosníu og Hersegóvínu og það ekki í fyrsta sinn. Margir vilja meina að vandamálið sé í rótunum og sé stjórn sambandsins.
Mikil óánægja er með uppskeruna en líkt og Ísland er Bosnía með sex stig í riðlinum. Þá er liðið nokkuð öruggt með sæti í umspilinu í mars, rétt eins og Ísland.
Milosevic er fyrrum stjóri Olimpija Lúblíana og Partizan Belgrad. Á leikmannaferlinum lék hann meðal annars með Aston Villa 1995-98 og Zaragoza og Osasuna á Spáni.
Athugasemdir